Dream Theater og Pain of Salvation eru eins og stendur saman á tónleikaferðalagi um Evrópu og spiluðu í Kaupmannahöfn 28. janúar 2002. Ég var þar…

Giggið var frábært!

Þetta var annað skiptið sem ég sé Dream Theater live og þetta var eiginlega miklu betra en fyrra skiptið… Salurinn var pakkaður (einhver nefndi 3000 manns, en ég á eftir að heyra meira um það), stemningin góð og sándið rosalegt hjá DT!

Reyndar fékk Pain of Salvation svo miklu lélegra sánd, að ég átti erfitt með að njóta fyrstu tónanna hjá DT þegar ég uppgötvaði það að sándkerfið var bara ekki svona lélegt, heldur hafði PoS litið hálf amatörlega út vegna lélegs sánds (ég veit hvernig þeir eiga að hljóma). Samt, ég er nokkuð viss um að þeir hafi eignast þónokkuð af aðdáendum, þar sem ég tel að ekki nema hluti af gestunum hafi kannast við þá fyrirfram.

PoS voru þrátt fyrir allt frábærir, Daniel impressaði alla með söng sínum, og Kristoffer töfraði alla úr skónum þegar hann náði í sellóið sitt og spilaði á það við lagið Undertow af nýju plötunni.

Eitt sem gerði Dream Theater eins minnisstæða og raun bar vitni, var aðallega Mike Portnoy. Nú er það svo að Johan Langell spilar á þokkalega stórt trommusett (með t.d. 10 symbölum, tveimur bassatrommum, 5 tom. o.s.frv.) en það gjörsamlega hvarf í samanburði við skrýmslið sem MP notaði. Á meðan PoS var að spila var settið hans MP dekkað til, en það gjörsamlega gnæfði yfir allt saman þarna á sviðinu (þó var það reyndar á palli…).

Bara svo þið vitið um hvað ég er að tala, þá er þetta settið hans MP. Það heitir “The Siameese Monster”:

http://www.mikeportnoy.com/about/drums/siam640wide.jpg

3 bassatrommur… tveir snerlar… óteljandi symbalar… Maður verður hálf agndofa þegar maður sér svona og upplifir Live. Make no mistake about it. Maðurinn notaði ALLT settið!!

Þorsteinn

p.s. Sett hefur verið upp tourdiary fyrir Pain of Salvation sem meðlimir bandsins skrifa í. Slóðin er
http://home.wanadoo.nl/almarenherma/Tourdiary/Tourdiary.htm
en þar er hægt að lesa ýmisleg komment frá bandinu um alla tónleikana á ferðalaginu.
Resting Mind concerts