Árið var 1992. Það var ekkert rosalega mörg ár síðan ég var virkilega búinn að sökkva tönnunum í þungarokkið, hlustandi aðallega á hard rokkið eins og það var þá, Whitesnake, Warrant, Poison, Motley Crue, Steelheart, Cinderella.. you name it. Ég hafði gerst mikill aðdáandi Headbanger's Ball þáttanna á MTV, sem þá voru kynntir af súperbombunni Vanessa Warwick. Hörkuskvísa þar á ferð. Þetta voru vikulegir þættir og ég missti varla af þætti í ein 3-4 ár sem þátturinn var á dagskrá. Ég var alltaf tilbúinn með myndbandsupptökutækið, með spólu í og tilbúinn að setja á Rec, sem ég gerði við byrjun allra laga reyndar, en ef ég var alls ekki að fíla lagið eftir 1 mínútu, stoppaði ég upptökuna og spólaði til baka að næsta lagi á undan sem ég hafði tekið upp. Ef ég var ekki að fíla lagið í stórum dráttum en fann eitthvað áhugavert við það samt, hélt ég áfram að taka upp og horfði á það svo þegar þátturinn var búinn.

Slíkt gerðist með hljómsveitinni Dream Theater. Fyrsta myndbandið af breakthrough plötu þeirra Images and Words leit dagsins ljós og var sýnt í þættinum. Lagið hét Pull Me Under. Mér fannst fátt um finnast við fyrstu hlustun, en lét upptökuna rúlla. Eftir þáttinn þegar ég var að fara í gegnum spóluna hlustaði ég auðvitað aftur á lagið. Þetta var nú bara alveg ofboðslega flott. Hlustaði aftur… Vá! Ég var hooked. My first steps into Prog had been taken…

Pull Me Under
http://www.youtube.com/watch?v=2pIjHeBbRtY

Ég man það að ég hafði samband við frænda minn Sigga Hólm, sem var álíka mikið í þungarokkinu og ég og sagði honum frá þessari sveit. Hann varð alveg blown away. Stuttu síðar kom næsta myndband af þessari plötu. Það var við lagið Take the Time. Ekki var aftur snúið… goodbuy 3-4 mín standard lög hard rocksins (verse-bridge-chorus-verse-bridge-chorus-solo-chorus repeated to end), hello 9 mínútna prog-tónverk og jafnvel engir chorusar…

Take the Time
http://www.youtube.com/watch?v=9q4E0Pz7tT4

Við frændurnir keyptum okkur snögglega diskinn og var hann spilaður í tætlur. Ég var búinn að eignast nýja uppáhaldshljómsveit! Gamla einfalda hard rokkið var ekki litið sömu augum aftur. kids stuff… hehe Nóg var að hlusta á meistaraverkið Metropolis Part 1 til að skilja hina gargandi snilld bandsins. Þvílíkt andskotans steypu-instrumental kafli í miðjunni. Þvílíkir eindeimis töframenn á hljóðfærin.

Næsta plata leit svo dagsins ljós, Awake heitir hún. Allt, allt öðruvísi plata. (hlustið t.d. á Space Dye Vest). Fyrsti singullinn var að þessu sinni lagið Lie

Lie
http://www.youtube.com/watch?v=NlnCBKUQ5Bw

Í kjölfarið kom svo Silent Man, róleg accoustic ballaða.
http://www.youtube.com/watch?v=mTULreDenb8

Hér er svo Space Dye Vest - gjörsamlega allt allt öðruvís en allt annað frá bandinu hingað til. Alveg frábært lag. Þetta er fan-video.
http://www.youtube.com/watch?v=cYINsc2QKiY

Hér er Caught in a Web (fan-video):
http://www.youtube.com/watch?v=ZoAjTaqVFzM

Lögin Overture og Strange Deja Vu af Metropolis Part 2: Scenes from a Memory disknum frá 2000. Þetta er live flutningur af DVD disknum Live Scenes from New York. Þessi diskur er “framhald” lagsins Metropolis part 1 af Images and Words disknum.
http://www.youtube.com/watch?v=IZ-dNUOYNLA

Hér er lagið The Dance of Eternity af sama disk. Live einnig.
http://www.youtube.com/watch?v=ZhedP71N9gQ

Tékkið á þessu. Þetta er bara byrjunin… Ferill Dream Theater spannar án efa eitthvað í kringum 700 mínútur af músik í 9 hljóðversskífum og 1 EP plötu.

Enjoy!

http://www.dreamtheater.net
Resting Mind concerts