Wacken Open Air - METAL BATTLE á Íslandi!
Yep. Það er komið að því. Það mun íslenskt band spila á Wacken 2009!
Wacken Open Air er stærsta og virtasta þungarokksfestival í heiminum og hefur verið haldið sleitulaust síðan 1990. Rain or Shine! Íslendingar hafa verið að sækja þessa hátíð um langan tíma og hafa síðan 2004 farið m.a. á hátíðina í skipulagðri hópferð. Sú hópferð hefur farið sístækkandi síðan þá, frá 25 manna hópi 2004 upp í 80 manns á hátíðina sem fór fram s.l. ágúst.
Árið 2004 stofnaði festivalið til hljómsveitarkeppni, Wacken Metal Battle, sem fólst í því að óþekktar sveitir sem ekki voru með hljómplötusamning upp á ermina gátu skráð sig til leiks og keppt innbyrðis í local undanrásum um rétt til að spila á sjálfu festivalinu. Þar fór svo fram lokakeppni þar sem sigurvegarar undanrásanna kepptu svo til að hreppa sigurlaunin.
Í byrjun var einungis handfylli af undanrásum, en í ár er svo komið að 19 lönd munu halda undanrásir og þar verða Íslendingar með!
Plakat:
http://www.hivenet.is/restingmind/pics/MetalBattle/mb.jpg
Metal Battle Iceland
Þetta er einfalt mál. Opnað verður fyrir skráningu frá og með núna og planið er að íslenska undankeppnin verði haldin í Reykjavík snemma á næsta ári. Sigurvegarinn er valinn af dómnefnd eingöngu sem þýðir að áhorfendur taka ekki þátt í valinu. Lokakeppni Metal Battle er svo háð á W.E.T. sviðinu á Wacken dagana 31.7 - 2.8 (en hátíðin byrjar deginum áður).
Þátttaka
* Bandið þitt er ekki með hljómplötusamning og er ekki á leiðinni að skrifa undir slíkan í náinni framtíð.
* Bandið þitt getur auðveldlega spilað 30 mínútna sett af frumsömdu efni.
* Bandið þitt spilar þungarokk. Wacken er þungarokksfestival sem rúmar svo gott sem allar gerðir af þungarokki, allt frá hard rokki yfir í argasta dauðarokk, og því er keppnin opin fyrir slíkt einnig. Wacken er hátíð metalhausanna!
Verðlaun
Sveitin sem stendur uppi sem sigurvegari Metal Battle á Wacken hlýtur eftirfarandi:
* Fyrstu verðlaun: Hljómplötusamningur við Wacken Records sem gildir fyrir allan heiminn. Samið verður við sigursveitina sérstaklega um ákvæði samningsins.
* Eins árs stuðningssamning (endorsement) við Washburn gítarframleiðandann og Eden bassamagnararisann.
* Mapex Pro M trommusett, sem samanstendur af m.a. 2 x 22“ bassatrommu, 10” og 12“ tom tom, 16 og 18” floor tom og 14 x 7 sneril ásamt hardware.
* 1x Kerry King signature head MR2203KK JCM 800 frá Marshall.
* Symbalar frá Paiste: Rockset Alpha (14“ Rock HH, 16” Rock C, 20“ Rock R.),
* Réttinn til að spila á Wacken 2010 sem eitt af númerum hátíðarinnar og möguleika á því að spila í undankeppnum Metal Battle 2010 í þátttökulöndunum.
En, það er ekki allt því að sigurvegarar í hverju landi fyrir sig hljóta sérstakan status sem ”vinir Washburn“ og ”vinir Eden" sem gefur þeim tækifæri til þess að kaupa þeirra græjur á mjög góðum kjörum.
Auk þess eru nokkrir aukavinningar sem dreifast á þau bönd sem ná í úrslitin á Wacken eins og Marshall T-Shirts, Paiste Hoody, Paiste Rude T-Shirts & Paiste Promo T-Shirt.
Skráning - umsókn um þátttöku
Þær sveitir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu skrá sig með því að senda kynningarpakka á Restingmind Concerts. Þær samþykkja um leið reglur keppninnar sem má finna á www.metal-battle.com.
Sveitir skrá sig með því að senda eftirfarandi:
* Demo CD með a.m.k. 3-4 lögum
* Mynd af sveitinni
* Upplýsingar um sveitina (bio)
* Contact info
á heimilisfangið hér við hliðina.
WOA Metal Battle Ísland
c/o Þorsteinn Kolbeinsson
Rafstöðvarvegur 33
110 Reykjavík
Athugið að ekki komast allar sveitir að sem senda inn umsóknir, þannig að það borgar sig að vanda sig við gerð umsóknanna! Diskur með 3-4 lögum í kickass gæðum er t.d. mun betra en heill diskur í lélegri gæðum.
Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar!
Með kveðju,
The Wacken Team!"
Resting Mind concerts