Það var fyrir allnokkrum misserum að ég fylgdist með sænsku sveitinni Theory in Practice, þar sem trommarinn Henrik Ohlson var áberandi liðsmaður. Sú sveit flutti verulega technical progressive death metal og gaf út nokkrar plötur, þar á meðal hina stórgóðu Colonizing the Sun. Tóndæmi: http://hem.passagen.se/theory/Colonizing%20The%20Sun.mp3

Sveitin sú var hins vegar sett á kaldan ís í kringum 2003 og upp úr ösku hennar varð til Scar Symmetry árið 2004, með Henrik Ohlson enn og aftur á bakvið húðirnar. Tónlistin sem enn var töluvert technical og útpæld, var þó orðin mun melódískari og sveitin skartaði söngvara, Christian Älvestam, sem gat bæði sungið argöstu dauðarokksgrowl og svo clean kafla eins og hann væri sannur kórdrengur (eitthvað sem fór mikið fyrir brjóstið á mörgum true-death metal aðdáendum).

Sveitin vakti samt strax verulega athygli á sér og gerði sveitin útgáfusamning við Cold Records (undirlabel fyrir Metal Blade) eftir að sveitin sendi frá sér demó 2004. Fyrsta plata sveitarinnar Symmetric in Design var svo tilbúin 2005 og gefin út undir merkjum Metal Blade Records.

Hljóðdæmi: Scar Symmetry - 2012 - Demise of The 5th Sun
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=3JdD2p-RPv0http://uk.youtube.com/watch?v=3JdD2p-RPv0

Boltinn var farinn að rúlla, við tóku tónleikaferðalög með sveitum eins og Soilwork, Hypocrisy og One Man Army og tónleikar á fjölmörgum festivölum í Evrópu. Um mitt ár 2005 var tilkynnt að sveitin hefði skrifað undir samning við stærsta metallabel Evrópu, Nuclear Blast Records og sveitin skellti sér í stúdíó til að taka upp plötu nr. 2 Pitch Black Progress, einungis 8 mánuðum eftir útkomu Symmetric in Design.

Sú plata fékk gríðarlega góða dóma og við tóku tónleikaferðalög, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum með sveitum eins og Communic, Dark Tranquillity, The Haunted, Katatonia, Insomnium og Swallow the Sun. Sveitin gerði einnig myndband við lagið The Illusionist:

Scar Symmetry - The Illusionist:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=XX0p7Y3gND4http://www.youtube.com/watch?v=XX0p7Y3gND4

Pitch Black Progress er að mínu mati mun þroskaðri en Symmetric in Design. Miklu betra production er á plötunni, growlin hjá Christian orðin mun betri og einnig clean söngurinn hans. Með þessari plötu stimplaði Scar Symmetry sig verulega inn sem alvöru band, sem væri í stand til að veita böndum eins og Soilwork, In Flames, Mercenary og fleirum verulega samkeppni fyrir konungstitilinn í melódeath geiranum.

Anyway, í ár kom svo út þriðja plata drengjanna, Holographic Universe, sem enn og aftur er framför frá fyrri plötu. Platan inniheldur 12 lög sem eru öll alveg brilliant. Ég er mikið búinn að hlusta á þessa plötu undanfarna daga og er alveg dolfallinn. Aðall Scar Symmetry hefur alltaf verið alveg framúrskarandi lagasmíðar og hér er engin breyting á. Það blandað við heimsklassa gítarleik og útkoman er hreinræktuð veisla fyrir eyrun.

Hér er myndband við lagið Morphogenesis
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=mebSi4PDC34http://uk.youtube.com/watch?v=mebSi4PDC34

og hérna er lagið The Missing Coordinates þar sem gítarleikararnir fara á kostum:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=S8mMTQAFGlkhttp://uk.youtube.com/watch?v=S8mMTQAFGlk

Nýverið bárust svo þær fréttir að söngvarin Scary Symmetry hefði yfirgefið sveitina, vegna þess að hann vildi ekki skuldbinda sig eins mikið við það að túra eins og restin af bandinu. Búið er að finna 2 nýja söngvara í staðinn, einn growler og annan clean söngvara, sem heita Roberth Karlsson og Lars Palmqvist. Það verður gaman að heyra hvernig þeir munu koma út með bandinu á næstu plötu.

Scar Symmetry hefur það framyfir samkeppnina að vera teknískari en þær. Að mínu mati er Mercenary eina bandið sem ber höfuðið yfir SS í þessum geira, en þó eru sveitirnar samt mjög ólíkar og því í raun ekki gott að bera þær saman. Mun réttara væri að bera Scar Symmetry við Soilwork og In Flames og þar einfaldlega skúrar SS gólfið með þessum sveitum.

http://www.scarsymmetry.com
http://www.myspace.com/scarsymmetry
Resting Mind concerts