Fyrstu helgina í október er væntanleg til landsins færeyska sveitin Týr. Þetta verður í fimmta skiptið sem sveitin kemur til landsins, en eins og menn muna, þá sló hún hérna í gegn fyrir allnokkrum árum með laginu Ormurin langi. Mun sveitin spila hérna á þrennum tónleikum, einum á Akureyri og tveimur í Reykjavík, þar af stórtónleikum á NASA.
Sveitin hefur aldeilis stækkað sinn aðdáendahóp síðan við heyrðum síðast frá þeim og strax eftir þessa Íslandsheimsókn munu drengirnir halda á brott á túr um Evrópu með ekki ómerkari böndum en Hollenthon (Austurríki), Alestorm (Skotlandi) og Svartsot (Danmörku) en Týr verður aðalnúmerið þar.
http://a292.ac-images.myspacecdn.com/images01/9/l_60a6573207dc52fa86b01ce3cd3d39c3.jpg
Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með uppgangi þessarar sveitar frá því hún kom hingað síðast. Með þriðju plötu sína í farteskinu, Ragnarök, komst sveitin á samning við evrópskt útgáfufyrirtæki sem í kjölfarið endurútgaf eldri útgáfur sveitarinnar (How Far to Asgaard og Eric The Red) og þá fóru hjólin að snúast fyrir alvöru. Sveitin varð æ tíðari gestur á hinum ýmsu tónleikaferðalögum sem kristallaðist í því að sveitinni bauðst til að spila á hinni virtu Wacken Open Air þungarokkshátíð í Þýskalandi í fyrra. Slík var eftirvænting fyrir þá tónleika að tónleikasvæðið troðfylltist og urðu margir frá að hverfa. Eftir þessu var tekið og bauð sænska víkingametalsveitin Amon Amarth sveitinni að slást í för á stórri tónleikaferð þeirra um Evrópu þá um haustið.
Það sem hefur svo verið að gerast hjá sveitinni í ár hefur engan endi ætlað að taka þar sem hver risa túrinn á fætur öðrum hefur boðist drengunum. Í byrjun vors hélt sveitin á risa-tour undir nafninu Paganfest (með ekki ómerkari sveitum en Ensiferum, Korpiklaani, Turisas, Moonsorrow og Eluveitie) sem spannaði bæði Evrópu og Bandaríkin. Í júni hélt sveitin á 2 vikna túr um Austur-Evrópu en það sem gerir þetta sumar einna hvað merkilegast er að sveitin hefur spilað á ótrúlega mörgum stórum metalfestivölum í Evrópu: Tuska í Finnlandi, Bang Your Head, Party San Open Air og Summer Breeze í Þýskalandi, Bloodstock í Bretlandi og einnig nokkrum minni eins og Rock Harz Open Air í Þýskalandi, Metal Heart í Noregi og Metal Show í Lettlandi.
Sveitin hefur skapað sér sess fyrir að flytja ýmis þjóðleg kvæði og vísur frá Norðurlöndunum og setja þau í þungarokksbúning. Á nýjustu plötunni, sem heitir einfaldlega “Land”, taka þeir íslenska lagið Ævi mín er eintómt hlaup eftir Brennivíni, gamla vísu sem birtist á útgáfu frá kvæðamannafélaginu Iðunni fyrir all-nokkru síðan. Á plötunni heitir lagið einfaldlega Brennivín en í allt syngja þeir á fjórum tungumálum á plötunni (íslensku, ensku, færeysku og norsku).
http://b7.ac-images.myspacecdn.com/00807/79/17/807217197_l.jpg
Eftir fjögurra ára fjarveru frá Íslandi er löngu kominn tími á að frændur okkar heimsæki okkur aftur en tónleikar þeirra verða sem hér segir:
Föstudaginn 3. október heldur sveitin í víking til Akureyrar og spilar á Græna Hattinum ásamt m.a. Hvanndalsbræðrum og Disturbing Boner. Laugardaginn 4. október verður slegið upp til heljarinnar veislu á Nasa, þar sem sveitin mun nýta fulltingis m.a. Mammút og Severed Crotch. Sunnudaginn verða svo tónleikar fyrir alla aldurshópa í Hellinum TÞM. Þar að auki verða Týr gestir í Popplandi á Rás 2 föstudaginn 3. október, þar sem búast má við einhverjum tónum frá þeim.
Nánar
Föstudagur 3. október
Græni Hatturinn á Akureyri
Húsið opnar - byrjar: 21:00 - 22:00
Miðaverð: 1500
Forsala aðgöngumiða í Pennanum Akureyri.
Aldurstakmark: 18 ár
Hljómsveitir:
Týr
Disturbing Boner
Finngálkn
Provoke (áður Sepiroth)
Hvanndalsbræður
Laugardagur 4. október
Nasa við Austurvöll, Reykjavík
Húsið opnar - byrjar: 21:00 - 22:00
Miðaverð: 2300 (endilega mæta með pening í beinhörðum)
Aldurstakmark: 20 ár
Hljómsveitir:
Týr
Severed Crotch
Mammút
Dark Harvest
Perla
Sunnudagur 5. október
Hellirinn í Tónlistarþróunarmiðstöðinni TÞM Hólmaslóð, Reykjavík
Húsið opnar - byrjar: 18:00 - 18:30
Miðaverð: 1500 (endilega mæta með pening í beinhörðum - enginn posi á staðnum)
Aldurstakmark: Ekkert
Hljómsveitir:
Týr
Gone Postal
Trassar
Hostile
Palmprint in Blood
Heimasíður hljómsveitarinnar: http://www.tyr.net og http://www.myspace.com/tyr1
Video:
Sinklars Visa af Land
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=0I1geB7U5VI
Regin smiður af Eric the Red
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=3Zy60YGs81k
Hail to the Hammer af How Far to Asgaard
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=MTJi5ImbB7g
og lagið sem byrjaði þetta allt saman: Ormurin Langi af How Far to Asgaard
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=vtjksfgCp0I
Live video:
Ramund hin unge af Eric the Red - Live at Wacken
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=oo7OE7Xd8Kw
Resting Mind concerts