Fyrir þá sem ekki vita er Neil Kernon stórstjarna í producer heiminum. Hann hefur margsinnis verið tilnefndur til Grammy verðlauna og einnig unnið þau. Hann hefur unnið með böndum á borð við Hall & Oates, Queensryche, Cannibal Corpse, Nile, Queen, Macabre, Skinless, Brand X, Kansas, Judas Priest, Nevermore, Spiral Architect ásamt mörgum mörgum öðrum.
Sjá hér hvað liggur eftir kappann: http://www.allmusic.com/cg/amg.dll?p=amg&sql=11:gjftxqw5ld0e~T4
Perla vann í fyrra keppnina Global Battle of the bands og fór í kjölfarið út til London að keppa í lokakeppninni þar. Þetta eru ótrúlega færir drengir að mínu mati og það verður rosalegt að heyra í þeim þegar gripurinn verður tilbúinn, en Neil mun einnig sjá um að mixa hana.
En, drengirnir í bandinu eru með myndavélina á lofti þarna ytra og hafa gert 2 myndbönd núþegar um þessa svaðilför sína:
Þið getið séð þetta á myspace'inu þeirra:
http://www.myspace.com/musicperla
Annars dýrka ég lagið Heilagt Stríð þarna á síðunni… og þetta er EKKI útgáfan á plötunni, heldur demó.
Resting Mind concerts