Drengirnir á bakvið Eistnaflug hafa gjörsamlega farið alveg með það. Rétt þegar maður hélt að þeir gætu ekki toppað line-up fyrri ára, þá gera þeir sér lítið fyrir og bóka erlent band á hátíðina. Til að bæta gráu ofan á svart, þá hafa þeir tilkynnt loka-lineup og þar er að finna eina helstu perlu íslenskrar rokksögu.

Svo hefur Gussi “Sleepless in Reykjavik” búið til trailer fyrir þetta, þar sem þetta line-up er kynnt og má finna hann hérna:

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qGLNxfDcMFQ

Lokaline-uppið er þetta:

Bastard
Gone postal
Muck
Polymental
Plastic Gods
Hostile
Disintegrate
Forgarður Helvítis
Universal Tragedy
Concrete
Grýttir á Sviði
Dormah
Swords of Chaos
Diabolus
Saktmóðigur
Gordon Riots
Slugs
Innvortis
Blood Feud
Dust Cap
Severed Crotch
Atrum
Múspell
Darkness Grows
Judico Jeff
Ashton Cut
Finngálkn
Sudden Weather Change
Helshare
Retrön
Æla
Ask the slave
Mammút
Disturbing Boner
Skítur
Brain Police
Momentum
Contradiction (DE)

HAM !!!!!!!!!!

Ekki má heldur líta framhjá því að sveitin Múspell hefur ekki spilað live í fjögur ár og er því að spila þarna saman eftir ansi langan tíma.

Erlenda bandið heitir Contradiction og er þýskt þrash metal band. Hafa þeir m.a. spilað á Wacken hátíðinni og túra reglulega með kanónum í metalnum í Þýskalandi og um Evrópu.

Hátíðin stendur yfir frá 10. - 13. júlí 2008 á tónleikastaðnum Egilsbúð á Neskaupsstað.

Miðaverð á þetta er náttúrulega algjör brandari:

Miði á alla hátíðina: 3.000 kr.
Miði á stakann dag : 2.000 kr.
Miðar verða seldir við innganginn.

Mér skilst að verið sé að vinna í því að hafa forsölu miða.
Resting Mind concerts