Það endar næstum hver einasti þráður á þessi-hljómsveit-rúlar-og-þessi-hljómsveit-sökkar. Ég verð á koma á framfæri að ég hlusta á helmingi þyngri tónlist en flest ykkar, en jafnframt hlusta ég líka á töluvert léttari tónlist en flest ykkar. Meðal hljómsveita sem ég hlusta á eru: Godsmack, Carcass, Death, David Bowie, Mike Oldfield, Testament, Radiohead, Entombed, Midnight Oil, Fear Factory, Korn, Suede…etc.
Mér þykir það bara sorglegt að menn geta ekki rætt neitt hérna án þess að þetta lendi í einhverjum Korn-Limp umræðum og hvort það sé metall, eða þá að þetta sökkar og þetta ekki.
Ég hlusta á flestar hljómsveitirnar sem hafa verið nefndar í öllum þessum greinum (þar á meðal gamla dótið með Offspring) og mér fannst ég bara þurfa að minnast á eitt: Þó að ég fíli ekki einhverja ákveðna hljómsveit, þýðir það ekki að þessi hljómsveit sökki. Gott dæmi, ég fíla ekki Pantera og Soulfly, það þýðir samt ekki að æpi hér út um allt Pantera sökkar, sellout og píkupopp. Þessar hljómsveitir eru bara að gera hluti sem höfða ekkert til mín. Það þýðir samt ekki að ég ætla að bitcha yfir því þegar einhver minnist á þetta.
btw, Creed og Foo Fighters teljast ekki til þungarokks, þó þær séu báðar frábærar :)
“Technology is a constant battle between manufacturers producing bigger and more idiot-proof systems and nature producing bigger and better idiots.”