Hardcore hljómsveitin Snafu mun núna í Febrúar gefa út split EP, þ.e. gefa út disk með annarri hljómsveit er heitir Since The Day. Snafu hefur áður gefið út disk á Harðkjarna en í þetta sinn mun þýska útgáfan Bastardized Recordings [http://www.bastardizedrecordings.de/] gefa diskinn út.
Snafu hafa verið starfandi í 2 ár og hafa komið víða við. Since The Day (hétu áður Hardboiled) er metalcore hljómsveit frá Þýskalandi sem er í svipuðum geira og Snafu en samt mjög ólík.
Áætlað er að diskurinn verði gefinn út í Febrúar og hann kemur till landsins stuttu eftir það.