Píkupopp metall? Hvort ertu þá að tala um lagið Master Passion Greed, eða Bye Bye Beautiful?
Æi ég veit ekki, ég hef á tilfinningunni að jafnvel þó að Nightwish hefði 1-2 dauðarokkslög eða black metal lög á plötunni sinni, þá væri samt ákveðinn hópur sem gæti ekki stillt sig um að tala um bandið sem píkupopp og svoleiðis.
Ég hef persónulega hlustað á og fylgst með Nightwish frá því hún byrjaði, og get fullyrt að Dark Passion Play platan nýja inniheldur sum af þyngstu lögum bandsins frá upphafi. Flest lögin eru fullkomlega sambærileg við eldri lög í þyngt og “metal-status”, fyrir utan að það hljómar öðruvísi rödd með…
Ég held að bandið, með góðum stuðningi Amorphis, eigi eftir að sprengja þakið af höllinni í október. Ég meina, hversu oft eru alvöru þungarokkstónleikar á stærsta (já, ok, næst stærsta) tónleikastað landsins?
Resting Mind concerts
Ég er nú hvorugt að tala um Master Passion Greed né Bye Bye Beautiful, enda hágæða metall þar á ferð.
Ég er líka sammála þér að Dark Passion Play inniheldur sum þyngstu lög sem nightwish hefur spilað, en þú hefur kannski tekið eftir því að það eru einmitt lögin þar sem Anette heldur sér saman eða tekur aukahlutverk í sönginum.
Vill svo leiðinlega til að vinsælasta lag plötunnar, Amaranth, er einmitt ekki eitt af þeim. Þetta er svo sem frábært lag, en ég held að flestir væru sammála með píkupopp-metal skilgreininguna.
Það er líka einmitt þessi óperu-metall sem ég elska við gamla nightwish, en hann er varla til á nýju plötunni. Mér finst þetta vissulega enn frábær hljómsveit, en ekki nærri sama uppáhaldi og gamla nightwish. Sakna altaf óperusöng Törju og þegar Anette opnar munninn finnst mér ég alltaf vera að hlusta á eitthvað píkupopp sem er búið að bæta almennilegum rafmagnsbassa inní.
Annars öllum kvörtunum frá, þetta verður það besta sem ég hef heyrt af í höllinni og ég mun auðvitað fara.
0
hehe, svoldið skondið. mér fannst það einmitt down sideið við night var þetta óperu saungl. Enda er ég 80's metal haus, svo….. lítið fyrir óperuna á þeim bænum.
0
Hid merkilega er nefnilega ad hlutirnir hafa breyst voda litid i raun. Tegar Tarja var med sveitinni var folk einmitt mjog upptekid med ad tala um bandid sem pikupopp… og ta er tad ekki songurinn sem folk hefur verid ad skirskota til, heldur einfaldlega tessi melodiska tungarokkstonlist, sem hefur e.t.v. ekki breyst svo harla mikid.
Resting Mind concerts
0