
Hljómsveitin Celestine var að gefa út plötuna “At The Borders Of Arcadia” og ætlar að halda svakalega útgáfutónleika í TÞM næsta föstudag, 8 feb.
Þið getið heyrt tvö lög af plötunni á myspaceinu þeirra www.myspace.com/celestinemusic
Með þeim verða einnig tvö ný bönd í íslenskri jaðartónlist.
“Muck” sem er ííískalt metalcore band í anda The Psyke Project sem spiluðu á klakanum fyrir stuttu, Isis o.f.l. Í stuttu máli. Algert brjálæði
dormah er eitt af þessum svokölluðu “all-star” böndum. Fyrstu tónleikarnir þeirra líka og er þetta eitthvað hart og þunglynt.
500 kall inn og byrjar þetta á slaginu 8 (átta)
Styðjið við senuna, mætið!