Graspop Metal Meeting.
Mig langar að benda ykkur á eitt magnaðasta metal festivalið í Evrópu, sem heitir Graspop Metal Meeting.
Planið var að fara í fyrra, en dóttir mín ákvað að fæðast fyrir tímann, og kom í heiminn 10 tímum áður en ég átti að mæta í flug, og bróðir minn kominn til Belgíu að bíða eftir mér;)
Í fyrra spiluðu t.d. Lamb Of God, Heaven And Hell, Devildriver, Amon Amarth, Mastodon,Aerosmith, Therion,Iron Maiden, Korn, Dimmu Borgir, Cannibal Corpse, Brutal Truth, Ozzy, Slayer, COB, Finntroll, Chimaira, As I Lay Dying og Unearth. —–Og miklu fleiri.
Stefnan er að sjálfsögðu sett á að fara í ár til að bæta upp fyrir síðasta ár, og keypti ég mér flugmiða í síðustu viku.
Böndin sem eru búin að skrá sig í ár eru: Iron Maiden, Judas Priest, Converge, Comeback Kid, Ministry, At The Gates, Deathstars, Forbidden, Bullet For My Valentine, Hollenthon, My Dying Bride, Sonata Arctica og Volbeat.
Lofar góðu miðað við fyrstu bönd, og bind ég miklar vonir við að The Black Dahlia Murder og Job For A Cowboy spili líka í ár, þar sem bæði bönd verða í evrópu.
Einnig tel ég miklar líkur á að Immortal spili, þar sem þeir eru að hita upp fyrir Judas Priest í Noregi eða Svíþjóð 2 vikum áður.
Festivalið byrjaði sem einhversskonar fjölskyldu pop-festival árið 1986, og hét þá einfaldlega Graspop, en hefur síðan þá tekið miklum breytingum og er orðið eitt stærsta Metal festival evrópu.
Hátíðinni var breytt í Graspop Metal Meeting árið 1996, eftir að árið áður hafði verið algjört flopp, og mættu um 10.000 manns að sjá 15 bönd á einum degi.
Margt hefur breyst síðan á og árið 2004 var hátíðin orðin 3ja daga löng, og um 75þúsund manns létu sjá sig.
Í fyrra mættu 100.000 manns, sem verður að teljast mjög gott á metal festival.
Festivalið hefst 27.júní og endar 29.júní.
Tjaldsvæðið opnar kl.08:00 á föstudeginum, en fyrir þá sem koma frá öðrum löndum verður opið frá fimmtudeginum, en þó þarf að senda póst(e-mail) á undan sér til að mega campa þá.
Heimasíða hátíðarinnar er http://www.graspop.be
Ég vona að einhverjr ykkar láti sjá sig, og að ég hafi gert einhverjum greiða með því að segja frá þessu magnaða festivali.
Svava