Gojira - From mars to sirius Ég ætla hér að fjalla um plötuna „From mars to sirius“ með hljómsveitinni Gojira(Godzilla) sem kom út árið 2005 . Mikill söguþráður er á bakvið plötuna og er hún um mann(persónu) sem sér heimsendir í nánd og neyðist til að finna hina „fljúgandi hvali“ í þeim tilgangi að þeir kenni honum að fljúga. Eftir það flýgur hann til Siríusar þar sem að „æðra kynið“ kennir honum að endurbyggja líf á jörðinni.

Platan er ætluð til þess að vekja athygli almennings á þeirri hættu sem stafar af gróðurhúsaáhrifum (eins og það hafi ekki verið gert áður) og að eitthvað verði að gera í málunum áður en það verður of seint.

Það eru 12 lög á plötunni og finnst mér þetta vera vel heppnuð plata í alla staði. Platan er í heild sinni 1 klukkutími og 7 mínútur. Skemmtileg hvalahljóð koma inn á millri sumra laga og er það ekkert til þess að kvarta yfir.

1. Ocean Planet – 5:32
Fínt lag , frumlegt og vel heppnað í alla staði , lagið byrjar á hvalavæli(sem er ekkert nema gott) sönginn mætti laga en annars gott lag.


2. Backbone – 4:18

Eitt besta lagið á disknum. Gítarleikur og söngur eru til fyrirmyndar og viðlagið situr í hausnum á manni marga daga á eftir. Lagið er frumlegt og kemur mjög á óvart , hratt og prógressíft.


3. From the sky – 5:48

Þungt og hratt , svöl gítarriff og brjálaðar trommur , söngurinn er ágætur en mætti vera betri. Annars vel heppnað lag í alla staði.

4. Unicorn - 2:09

Rólegt lag , frekar einhæft og niðurdrepandi því lengra sem að líður á það en hvalahljóðin bjarga þessu nokkurnveginn. Annars fínt að hlusta á þetta á kvöldin.

5. Where dragons dwell – 6:54

Frekar leiðinlegt lag og langt en vel flutt og góður hljóðfæraleikur

6. The heaviest matter of the universe - 3:58

Lélegasta lagið á disknum og illa flutt.

7. Flying whales - 7:45

Mjög gott lag , það byrjar á góðu gítarstefi og að sjálfsögðu er hvalavælið undir, trommurnar koma taktfastar inn og er trommuleikarinn allveg til fyrirmyndar. Síðann byrjar flott riff og lagið þyngist , söngurinn er algjör eðall og textinn er flottur.

8. In the wilderness – 7:47

Vel samið lag og vel flutt , flottur gítarleikur og bassaleikur einkenna þetta lag og er kraftinum haldið frá byrjun og til enda.

9. World to come – 6:53

Mjög góður hljóðfæraleikur , þetta lag er frekar rólegt og söngurinn er það eina sem mætti laga, það kemur alls ekki vel út þegar söngvarinn öskrar í laginu.

10. From Mars - 2:25

Þetta er rólegasta lagið á disknum en maður fær það algjörlega á heilann, trommurnar eru mjög fínar og söngurinn er geðveikur.

11. To Sirius - 5:38

Geðveikt lag , gítarleikurinn er snilld og trommurnar ekki síðri , viðlagið er sjúkt og er þetta lag eitt af þeim bestu á disknum.
Myndbandið er einnig snilld.
Myndband við lagið: http://youtube.com/watch?v=f5By-5mLHk4

12. Global warming – 7:51

Vel heppnað lag og bassaleikurinn er mjög góður. Lagið byrjar á flottu gítarplokki(?) sem fylgir nánast út allt lagið , söngurinn fer vel inní undirspilið og er þetta lag algjör snilld.


Allt í allt er þetta frábær diskur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.