
Þessi sveit er skipuð meðlimum sem eru á bilinu 25 - 29 ára, þannig að hér eru engir aukvísar á ferðinni og eðlilegt að lagasmiðar og hljóðfæraleikur sé þroskaður. Ekki þekki ég hljómsveitarmeðlimi frekar.
Frá því í september hefur sveitin sett inn ein 5 lög á myspace síðuna sína fyrir fólk að tékka á og í dag var sveitin að bæta við sínu nýjasta lagi, sem gæti verið besta lagið þeirra. Eldri lögin sýndu mikil áhrif frá Opeth, en nýrra efnið sækir ef eitthvað í melódíska dauðarokkið ala Arch Enemy og svipað.
Ég vil hvetja alla til að tékka á þessu. Þessi sveit er að mínu mati ein efnilegasta metal sveit landsins, ef ekki bara sú efnilegasta. Yep, sveitin er íslensk.
http://www.myspace.com/darknotemetal
Within Our Blood er nýjasta lagið þeirra.
Resting Mind concerts