Í gærkvöldi varð ég fyrir því óláni að geta ekki sofnað. Ég skellti þá á mig headphoninum og kveikti á Radio-X. Það var ítrekað auglýst “eina radioið sem rokkar” en samt voru spilað dótarí eins og Linkin Park sem er vibbi frá helvíti og Depeche Mode og síðan fullt af drasli sem ég þekki ekki en var ekki rokk upp á fimmkall. OK Depeche Mode eru kannski fínir, en þeir eru ekki rokk. Þarf ekki að stofna nýja útvarpstöð sem verður bara spilað rokk og ekkert annað ?. Metallica, Led Zeppelin, System Of A Down, Iron Maiden, Rage, Slayer, KoRn og íslensku harðkjarnaböndin, svo eitthvað sé nefnt. Ekkert techno dót eða Limp Bizkit, Linkin Park eða Papa Roach.
En ég hef ekki tíma í að stofna nýja útvarpsstöð, en það mundi gleðja mig ef það kæmi alvöru Rokk/Metal
stöð sem ekkert annað væri spilað á. Eða kannski þarf Radio-X að taka sig til í andlitinu. Ef að Radio-X fer í vaskinn þarf maður kannski að hlusta á FM 957 til eilífðarnóns….arrrrrg :)
Og þeir sem fíla Radio-X á milljón, nenniði ekki að eyðileggja þessa grein með böggi og vitleysu, ræðið málið af skynsemi, og þeir sem eru á sama máli og ég, ræðið málið líka af skynsemi.