Þar sem ýmislegt er að frétta af okkur þá datt mér í hug að einhverjum gæti þótt gaman af því að fá smá slúður og uppfærslur.
- Einum færri, nýjar áherslur, nýtt efni og upptökur.
Helshare
Það er rétt, við í Helshare tókum þá ákvörðun fyrir stuttu, að góðvinur okkar og geetarhetjan Dolli ætti ekki samleið með sveitinni. Hann er því búinn að setja fullan kraft í sólóverkefnið sitt sem ber nafnið Project Bastard og vonum við að það rætist úr því hjá honum.
Við höfum sannarlega ekki að lagt árar í bát heldur höfum við sett fullan kraft í lagasmíðar og nú þegar eru 2 lög þegar að verða klár, annað frumsamið en hitt er hressileg ábreiða. Það að auki höfum við lagt grunn að 2-3 lögum til viðbótar. Okkar nýja efni er töluvert frábrugðið því sem við höfum verið að vinna með sl. ár og eru þessar nýju áherslur að leggjast afar vel í okkur. Það er svolítið erfitt að klassa okkur í augnablikinu en nýja efnið er þungt, hrátt, ofbeldisfullt og andstyggilegt svo við erum sannarlega ekki að venda okkar kvæði í kross.
Við höfum ekki hugsað okkur að bæta við öðrum gítarleikara heldur ætlum við að halda áfram sem tríó. Upptökurnar á okkar fyrstu plötu eru mjög langt komnar en örlítið hlé er búið að vera á þeim undanfarið sökum búferlaflutninga og skólagöngu Loðinbarða, skólagöngu Gunnars Swenn, breytinga á atvinnu hjá mér og auðvitað hefur vöntun á æfingarrými spilað stóran þátt í þessu einnig. Við höfum birt “rough mix” útgáfur af tveimur lögum okkar á MæSpeisinu en upptökurnar eru á leið til Grikklands fljótlega þar sem góðvinur minn, George Bokos, gítarleikari Rotting Christ ætlar að hljóðblanda og mastera efnið. Upphaflega var planið að gefa út plötu með 7-9 lögum en svo gæti nú farið að þetta verði einungis EP plata með 4-6 lögum. Frekari frétta er að vænta af þessu mjög fljótlega svo stay tuned.
- Óvæntir bakhjarlar.
Já, litla svarta og ógeðslega hjartað mitt tók lítinn kipp þegar mér var bent á þetta af góðri vinkonu minni í Hollandi, en hún tók sér túr til Póllands um daginn til að sjá Blitzkrieg 4 túrinn sem þar var á ferðinni. Það voru ansi vel þekkt nöfn úr dauðarokksheiminum sem prýddu þennan túr en hljómsveitirnar Vader, Krisiun, Rotting Christ, Incantation og Funerus stóðu bak við hann.
Blitzkrieg 4 Poster
Eins og sjá má á þessum myndum hér fyrir neðan, þá er bolur okkar Helshare manna í hávegum hafður hjá Themis, slagverksmeistara Rotting Christ en mér skilst að hann hafi verið í honum á flestum tónleikum á túrnum.
Mynd#1
Mynd#2
Eins er hér upptaka af King of a Stellar War frá tónleikunum í Elk, Póllandi þann 29.9 sl. Að sjálfssögðu er bolurinn góði til staðar þar einnig
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=SoP67z-sQHk
ROKK!!!