Ef að einhverjar akureyrskar hljómsveitir hafa áhuga á að spila á tónleikum, sendiði þá póst á arni@husid.net, og ég mun setja það band á lista, og svo verður stefnt á að halda tónleika með áhugasömum böndum.
Í e-mailinu verður að koma fram:
Nafn hljómsveitar
Tengiliður (við hvern tala ég þegar á að halda tónleika, verður að koma fram bæði e-mail og símanúmer viðkomandi)
svo væri gaman að fá að vita tónlistarstefnu.
Bönd að sunnan ath
Húsið á akureyri er menningarmiðstöð ungs fólks yfir 16 ára. Þar er helfínn tónleikasalur, þar sem hægt er að halda tónleika fyrir allt að 100-150 manns, og kostar það lítið sem ekkert (nánari upplýsingar um það gegnum e-mail). Salurinn er útbúinn öllu því sem þarf fyrir tónleika, nema backline (þ.e. magnarar og trommusett), hljóðmaður er að öllu jöfnu innifalinn.
Ef að þið hafið áhuga á að koma norður að trylla lýðinn, sendið þá e-mail á arni@husid.net
gott væri að fá að vita hvort að fleira en eitt band er að íhuga road-trip, og hvenar væri heppileg dagsetning (þó að það verði alltsaman ákveðið þegar þar að kemur)
Fyrir hönd Hússins, Upplýsinga- og Menningarmiðstöð ungs fólks.
Árni F. Sigurðsson - arni@husid.net
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF