Við stelpurnar byrjuðum á road-trippi og það var svo gaman á leiðinni, við sungum með lögum og fundum gamla tónlist sem við hlustuðum allar á, fórum yfir allt Skunk Anansie safnið og görguðum með, síðan seinna fékk Aphex Twin að fara á fóninn, og þá vorum við stoppaðar fyrir of hraðann akstur. En seint og síðar meir komum við á áfangastað, Neskaupsstað, og þá höfðum við, allavega ég og Telma farið að ráðleggingu móður minnar og farið út úr bílnum bara til að dansa og syngja.
Þegar við komum rétt náði ég að tjalda áður en rigningin skall á, en dömurnar, ferðafélagar mínir ákváðu að gista í jeppanum. (Þær voru svo á Hóteli næstu 2 nætur út af svefnleysi) Það er bara eitthvað við þessa útilegustemmingu, ég var vel búin og við öllu búin eða svo hélt ég (þangað til Gunni var komin í öll fötin mín). En eftir miklar og skemmtilegar samræður við allskonar og mis edrú fólk var komin rími á að fara að sofa, enda sólin komin upp aftur. Gunni nennti svo ekki að tjalda svo hann gisti í tjaldinu mínu og við vorum á einhverju trúnó heillengi. Daginn eftir skellti ég mér í sund með Vincent og ákvað að fá mér tattoo um helgina, (sem endaði reyndar á því að ég fékk 2 tattoo í dag, en það er önnur saga) Og svo hófust tónleikarnir, partístandið og lætin, ég kynntist fullt af nýju fólki og hitti marga úr fortíðinni. Ogég tók Eistnaflugd-trektina með orkudrykkjum, og aðrir með bjór, svo voru vinir mínir farnir að pissa í ruslatunnu og sokk sem annar hélt á, ég veit ekki alveg afhverju, og annar þeirra ver meira að segja edrú.. Spáið í því, eða bara ekki spá í því, þetta hefði verið fyndið ef þú varst þar skiluru.
Á laugardeginum er komin galsi í okkur og við missum af einhverjum tonleikum út af því okkur langaði í vatnsbyssur og í Neskaupsstað voru bara til 2 gegt weak vatnsbyssur svo við rúntuðum á Eskifjörð til að versla byssur, svo var keypt helling af 2lítra flöskum og farið upp á tjaldsvæði í Counter strike life, það bættust 2 við hópinn sem brunuðu á Eskifjörð til að kaupa líka byssur. Á meðan var ég að taka klámmyndir af vinum mínum 2 (ekki gay btw) að þykjast vera að totta hinn, jamm og ef þið eruð að vellta því eitthvað fyrir ykkur, var ég að sjálfsögðu allsgáð. En sumt bara gerist af því það er fyndið. Svo hélt vatnsstríðið áfram þar til vatnið var búið ég endaði með að hella bjór sem var eini vökvinn sem ég fann til að hefna mín… Svo var haldið á meiri tónleika og rokk og ról fram á rauða nótt, við fórum í heimahús í partí og þar hitti ég fólk sem ég vissi ekki einu sinni að þekktu mig, og ég dansaði af innlifun við bítlana og fleira, síðan náði ég mér í förðunarverkefni, það verður vonandi spennandi og ég segi ykkur þá frá því seinna.
Ég er líka alveg að gleyma djarfa fólkinu sem afklæddi sig og stökk út í sjóinn, aftur og aftur þar til löggann skarst í leikinn. Og svo þegar ég minnist á það var Gunni líka hetja, á laugardagsmorguninn síndi hann mér rispur af maganum, frá því hann dró stelpu upp úr sjónum sem var að reyna að taka sitt eigið líf. Ég vona að hún fari sér ekki að voða
Á sunnudeginum svaf ég til 4 ég get svo svarið það ég var ábyggilega seinust af tjaldsvæðinu, Barbí var meira að segja búnað rífa Gunna úr tjaldinu mínu, síðan var Toni ekki vaknaður og við lögðum ekki af stað fyrr en að verða 7 og komum þar af leiðandi ekki heim fyrr en um 5 En svona er bara rokkið
Og btw, þá var Gunni ennþá í fötunum mínum í vinnunni í gær.
En eins og mar segir er enginn útihátíð án þess að hafa… rokk og ról, fallegt og skemmtilegt fólk, skinnydiving í sjóinn, vatnslag og klámmyndatöku, Ofurdrukkið fólk og edrúbrjálaðinga, bjórtrekkt og pisserí, tattoopælinga og lífsbjörgun, og síðast en ekki síst er enginn útihátíð án lögregluafskipta (allavega ekki fyrir Barbí) …segir mar það ekki annas?
Annars, er þetta bara af blogginu mínu gert í svefngalsa datt bara í hug að þið vilduð deila minni reynslu af þessari brjálað skemmtilegu ferð…
Diamonds arn´t forever….. Dragons are