Ég ákvað að taka saman í einn email margt er varðar tónleikana.

Reglur um myndavélar
Aðdáendur mega taka myndir eins og þeim sýnist og eru allar helstu vélar leyfðar, en þó ekki svona super-professional vélar eins og blaðamenn nota.

Ef menn eru ekki blaðamenn, en mæta samt með blaðamannavél á þetta, í þessa geðveiki, þá ekki vera fremst að taka myndir í tíma og ótíma.

Meet and Greet í Tónastöðinni
2 meðlimir Cannibalsins verða í Tónastöðinni, Skipholti 50 í Rvk, á mánudaginn, 2. júlí kl 18, í einhvers konar meet-and-greet. Það eru þeir Alex Webster bassaleikari og Pat O-Brian gítarleikari sem munu þar spjalla við gesti og sjálfsagt árita það sem þeim er afhent.
Aðrir meðlimir CC verða því miður farnir af landi brott þá.

Breyting á uppröðun á laugardeginum
Það hefur verið ákveðið á kapparnir í Mínus muni byrja laugardagstónleikana. Það þýðir að eftir það mun sjálf dauðarokksveislan hefjast þegar Changer stíga á svið.

Mínus í Kastljósi
Kapparnir verða í Kastljósinu á RUV föstudagskvöldið fyrir tónleikana. Þar munu þeir kynna nýtt line-up, taka lagið og auðvitað kynna tónleikana.

Tímaplan
Tímaplan beggja tónleikanna er sem hér segir:

Laugardagurinn:
00:05 - 01:20 Cannibal Corpse
23:10 - 23:35 Changer
22:25 - 22:50 Mínus

Sunnudagurinn:
21:15 - 22:30 Cannibal Corpse
20:20 - 20:45 Forgarður Helvítis
19:40 - 20:05 Momentum
19:00 - 19:25 Severed Crotch

Þorsteinn
Resting Mind concerts