The Haunted The Haunted er hljómsveit sem rekur ættir sínar til Gautaborgar í Svíþjóð, en þar var hún stofnuð árið 1996 af Patrik Jensen á gítar, Jonas Björler á bassa, Adrian Erlandsson á trommum, Anders Björler á gítar og Peter Dolving sem söngvara. Báðir Björler bræðurnir og Erlandsson voru áður í hljómsveitinni At the Gates, sem margir hér ættu að kannast við sem eina af frumkvöðlahljómsveitum Sænsku Melodic Death-Metal senunnar.

The Haunted sameinar sándið í original Thrash Metal sem einkenndi Metal senuna á 9. áratug síðustu aldar, við Death-Metal, en söngurinn er þó meira i nánd við Pönk og Hardcore en eitthvað annað.

The Haunted – The Haunted (1998)

Árið 1998 gaf The Haunted út sína fyrstu plötu sem bar þann einfalda titil; The Haunted. Stuttu áður höfðu þeir þó gefið út demo plötu sem var kölluð Demo ’97.
Það má svo sannarlega að þessi plata hafi komið þeim almennilega fram á sjónarsviðið, og voru þeir nefndir sem Nýliðar Ársins af þónokkrum tímaritum, og platan var jafnvel sögð vera plata ársins af Terrorizer Tímaritinu.
Platan er hröð, hrá, og stendur svo sannarlega undir því sem borið er upp á hana, þótt að hún standist ekki samanburð við seinna efnið þeirra, en það besta við hana að mínu mati er án efa söngurinn og textasmíðin. Peter Dolving hefur þann góða hæfileika að eiga mjög auðvelt með að láta tilfinningar sýnar koma í gegn þegar hann syngur, og það gerir hann svo sannarlega í textunum sínum þar sem hann dælir frá sér reiðinni sem hann finnur fyrir sem einangraður einstaklingur og áhorfandi í stórgölluðu samfélagi.

Lagalisti:

1. Hate Song
2. Chasm
3. In Vein
4. Undead
5. Choke Hold
6. Three Times
7. Bullet Hole
8. Now You Know
9. Shattered
10. Soul Fracture
11. Blood Rust
12. Forensick

Besta lagið er að mínu mati In Vein.

You and many are one alone.
You seek through the heavens and under the stone.
The words that I speak are still left untold.
For who's there to listen when silence is gold?


————————————————————

The Haunted Made Me Do It (2000)

Eftir að The Haunted var gefin út yfirgáfu Peter Dolving og Adrian Erlendsson bandið, mörgum til mikillar mæðu, en Adrian gekk þá í Cradle of Filth. Marco Aro var fenginn til að taka við af Peter og Per Möller Jensen frá Danmörku var fenginn til að slá skinnin eftir að Adrian fór. The Haunted Made Me Do It er mun melódískari en fyrri platan, en þeir halda samt ennþá í ræturnar með hröðum Trash-kenndum riffum. Platan komst í efsta sæti vinsældalista í Svíþjóð og sat þar í fjórar vikur, og stuttu síðar unnu drengirnir í bandinu til Sænskra Grammy-verðlauna (Já, þau eru til) fyrir Bestu Þungarokks-plötu Ársins.
Eftir útgáfu plötunnar fóru þeir á tónleikaferðalag um Evrópu með Entombed og Nile, og síðar spiluðu þeir í Japan með In Flames.

Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar með Marco Aro, og ég verð nú að segja eins og er að hann kemst ekki með tærnar þar sem Peter hafði hælana. Textasmíðin er ekki jafn ljóðræn, söngurinn ekki jafn hrár og tilfinningaþrunginn, og eins og hann myndi síðar sýna fram á, þá er hann hræðilegur á tónleikum. Lagasmíðin hjá restinni af bandinu er hinsvegar nóg til að gera þessa plötu mjög góða, og ég mæli svo sannarlega með henni. Marco fer örugglega ekki jafn mikið fyrir brjóstið á öllum og mér.

Lagalisti

1. Dark Intentions (intro)
2. Bury Your Dead
3. Trespass
4. Leech
5. Hollow Ground
6. Revelation
7. The World Burns
8. Human Debris
9. Silencer
10. Under the Surface
11. Victim Iced

Besta lagið á þessari plötu held ég að hljóti að vera Bury Your Dead, þótt að The World Burns sé close second.

Appease your fevered mind
Recoil from self-possession.
Set things straight one last time:

Bury your dead.

——————————————————–

The Haunted – Live Rounds in Tokyo (2001)
Eins og ég nefndi áðan þá er Marco Aro hreint út sagt ömurlegur Live. Hann er það slæmur að enn þann dag í dag hef ég ekki verið fær um að hlusta á þennan disk til enda.
Maðurinn hljómar eins og hann sé að deyja af stungusári fyrir framan hundruðir manna. Hann er ótrúlega mónótónískur og er líka móður allan tímann, en finnst samt nauðsynlegt að öskra alltaf titilinn á laginu sem er næst í míkrafóninn þótt hann hafi varla þrótt í það.
Lítið meira er hægt að segja um plötuna þar sem ég get ekki hlustað á hana af viti án þess að meiða mig.

Lagalisti:

1. Intro
2. Dark Intentions
3. Bury Your Dead
4. Chasm
5. Trespass
6. Shattered
7. Hollow Ground
8. Choke Hold
9. Leech
10. In Vein
11. Revelation
12. Bullet Hole
13. Silencer
14. Three Times
15. Undead
16. Hate Song
17. Eclipse (Bónus Stúdíólag)

——————————————————-

The Haunted – One Kill Wonder (2003)

Þessi plata þeirra var gefin út í febrúar 2003, og með henni brutu The Haunted sitt eigin met og sátu í efsta sæti vinsældalistans fimm vikur í röð, og Alternative Press nefndu hljómsveitina meðal “25 mikilvægstu Metal-hljómsveitir heimsins”. Platan varð gífurlega vinsæl um allan heim og The Haunted fóru eftir útgáfu hennar á tónleikaferðalag um nær allan heim. Þegar vinsældir hljómsveitarinnar voru orðnar svona miklar, kom það mjög mörgum á óvart þegar Marco Aro yfirgaf hljómsveitina. En eftir það hófust viðræður við Peter um að snúa aftur sem söngvari.

Lagalisti

1. Privation of Faith Inc. (intro)
2. Godpuppet
3. Shadow World
4. Everlasting
5. D.O.A
6. Demon Eyes
7. Urban Predator
8. Downward Spiral
9. Shithead
10. Bloodletting
11. One Kill Wonder

Persónulega skil ég ekki af hverju þessi plata varð til þess að þeir urðu jafn vinsælir og þeir eru í dag á erlendum markaði, þar sem mér finnst þessi plata ekki með þeim bestu sem þeir hafa sent frá sér. Hún er samt sem áður mjög góð, og inniheldur mörg góð lög. Besta lagið verð ég sennilega að segja að sé Bloodletting.

——————————————————–

The Haunted – rEVOLVEr (2004)

Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar eftir að Peter ákvað að snúa aftur, og ég verð að segja að það var þeim fyrir bestu að fá hann til baka. Bandið var ekki samt án hans. Titillinn á plötunni var valinn til að tákna þróun bandsins frá upphafsdögunum. Plötunni var vel tekið um allan heim, jafnt af aðdáendum og gagnrýnendum.

Lagalisti:

1. No Compromise
2. 99
3. Abysmal
4. Sabotage
5. All Agains All
6. Sweet Relief
7. Burnt To a Shell
8. Who Will Decide?
9. Nothing Right
10. Liquid Burns
11. My Shadow

Þessi plata er með því besta sem hljómsveitin hefur gert, og hér halda þeir áfram að þróa hljóminn, en passa samt alltaf upp á að halda í rætur sínar. Peter er í frábæru formi og sýnir að hann hefur engu gleymt. Besta lagið er líklegast 99, en Who Will Decide og All Against All eru einnig gríðarlega góð.

A last minute decision.
Lay it all on the line.
Glasspipe recollections of antichrist.
The nominees all on fire.

Cash money upfront.
We're all part of the scam.
Dead stars at the ends of a rope.
A fake miracle to behold.


——————————————————

The Haunted – The Dead Eye (2006)

Nýjasta stúdíóplata The Haunted var gefin út í október síðastliðið ár, og hefur hlotið miklar vinsældir. Á henni sýnir Peter nýja hlið á sér sem söngvara á meðan bandið er að spila tónlist sem mætti kalla drungalegri en eldra efnið þeirra.

Lagalisti:

1. The Premonition
2. The Flood
3. The Medication
4. The Drowning
5. The Reflection
6. The Prosecution
7. The Fallout
8. The Medusa
9. The Shifter
10. The Cynic
11. The Failure
12. The Stain
13. The Guilt Trip

Gríðarlega gott stuff, sem ég get hlustað nær endalaust á. Að mína mati er besta lag plötunnar The Drowning. Vafalaust.

Steal my freedom of speech my liberty
Fail my rights to express myself
All this half-lied semperfi stone-faced bullshit
Infecting me to deplete my design
I'm drowning in the fear of gods
The more I see the less I want
I was not raised to shut my mouth
but as long as it holds me
I'll fight it and scold it
all my life


——————————————————-

Jæja, þá er ég búinn að kynna fyrir ykkur hljómsveitina The Haunted, sem ég mæli eindregið með að allir Thrasharar kynni sér. Þetta er eðalstöff.

Þið getið heyrt tóndæmi á www.myspace.com/thehaunted

Takk fyrir mig,
Protester.
In such a world as this does one dare to think for himself?