Árið 1994 var eins manns black metal projectið Vlad stofnað af Vindsval í Mondeville í Frakklandi.
Hann gaf út 2 demó áður en hann breytti nafninu í Blut Aus Nord, sem var rétt útgáfuna á Ultima Thulée árið 1995.
Næstu 3 plötur voru teknar um með hjálp frá session meðlimum, og það er frekar stutt síðan það komu einhverjir
fastir meðlimir í hljómsveitina, að Vindsval undanskildum.
Sú plata sem fékk jákvæðnustu gagnrýnina er The Work Which Transforms God, sem var concept plata - þrátt fyrir að vera
aðallega instrumental plata og engir textar voru birtir. Tilgangurinn með henni var að storka fordómum og fyrirfram
ákveðnum hugmyndum hlustandans um raunveruleikannog lífið. The Work Which Transforms God hefur verið mikið lofuð af
gagnrýnendum og meðal annars valdi Terrorizer Magazine hana sem bestu plötu ársins 2003.
Samt sem áður eru einhverjir sem telja þessa plötu vera skrítna bara til að vera skrítin, og að ekkert dýpra liggi þar að baki.
Þess má geta að Vindsval hefur aðeins gert textana við eina plötu af fjórum, aðgengilega fyrir almenning. Voru það textarnir
af plötunni Memoria Vetusta.
Vindsval er aðalmaðurinn bakvið franska útgáfufyrirtækið Appease me…, sem gefur út mörg lítið þekkt metal bönd, meðal annars Blut Aus Nord.
Þrátt fyrir að hafa einbeitt sér mikið að black metal getur seinasta plata Blut Aus Nord, MoRT, ekki talist sem black metal plata.
Sándið á þerri plötu á meira skylt við avant-garde metal. Það er blanda af myrkum og undarlegum hávaða og hljóðum sem skapa
truflandi og dapurlegt andrúmsloft, og hjáróma yfirtónninn “daðrar” reglulega við tónleysið. Þetta gerir plötuna óaðgengilegri
til hlustunar fyrir flesta, enda flestir vanir að heyra einhvern tónagang þegar þeir hlusta á tónlist.
MEÐLIMIR:
Vindsval - Söngur, gítar
W. D. Feld - Trommur, raftæki, hljómborð
GhÖst - Bassi
SESSION MEÐLIMIR:
Ogat - session bassi á Ultima Thulee
Ira Aeterna - session bassi á Fathers of the Icy Age
Taysiah - session söngur á The Work Which Transforms God
Nahaim - session gítar á The Work Which Transforms God
ÚTGÁFUR:
Sem Vlad:
In the Mist (Demo), 1994
Yggdrasil (Demo), 1994
Sem Blut Aus Nord:
Ultima Thulée 1995
Memoria Vetusta I - Fathers Of The Icy Age Full-length, 1996
The Mystical Beast Of Rebellion, 2001
The Work Which Transforms God , 2003
Decorporation 10 (Split með Reverence), 2004
Thematic Emanation Of Archetypal Multiplicity (EP), 2005
MoRT, 2006