Það er víst eitthvað vinsælt að segja frá sinni eigin metal sögu þannig að ég ákvað að vera með.
Á mínum yngri árum, þegar ég var í 5-7 bekk, hlustaði ég bara á homma tónlist. Backstreet Boys, Westlife og Blue og eitthvað í þá áttina. Á þessum árum var Rammstein æði í gangi en mér fannst þeir alltaf hundleiðinlegir og ég hélt mig bara við mína tónlist. Síðan fór ég að færast aðeins meira yfir í hip-hop og eitthvað þannig rugl.
Þegar ég var kominn í 7 bekk var vinur minn farinn að hlusta á Rammstein. Mér fannst hann vera óendanlega svalur að hlusta á svona tónlist og mig langaði að vera eins og hann. Þannig að ég hafði samband við frænda minn. Hann er mikill Iron Maiden aðdáandi og það er að miklu leiti honum að þakka hvernig ég komst inn í Iron Maiden og metal. En ég fékk hjá honum nokkra diska með Maiden og Rammstein, til þess að geta skrifað. Ég hlustað mikið á þetta og fannst þetta mjög skemmtilegt.
Það má segja að tónlistarsmekkur minn hafi verið mjög lengi að þróast. Ég semsagt byrjaði að hlusta á Maiden í 7 bekk og hlustaði nánast bara á þá í frekar langan tíma.
Ég flutti til Noregs þegar ég fór í 8 bekk og þar átti ég enga vini sem hlustuðu á metal. Þannig að það var enginn til að kynna mér fyrir einhverjum hljómsveitum. Ég var heldur ekki mikið í því að kynna mér aðrar hljómsveitir en Maiden og það hvarlaði ekkert að mér. En samt sem áður fór ég að hlusta eitthvað á Mötley Crüe og Alice Cooper(veit að það telst ekki sem metall en það var tímabil þar sem ég var mjög hrifin af glamour rokki og þannig löguðu).
Þegar ég var búinn með 8 bekk hlustaði aðalega á Maiden en einnig Mötley Crüe, Alice Cooper, AC/DC og aðeins á Bruce Dickinson.
Þegar ég byrjaði í 9 bekk fór þetta aðeins að skána og ég byrjaði að kynna mér fleiri hljómsveitir. Á þessum tíma hreifst ég mjög af Power Metal. En samt sem áður hlustaði ég nánast bara á Maiden.
Þegar ég var hálfnaður með 9 bekk flutti ég heim frá Noregi. Í smá tíma var ég í sömu skorðum og út í Noregi(með frekar einhæfan tónlistarsmekk) en svo smátt og smátt varð hann víðari. Ég kynnti mér hljómsveitina Helloween og einnig Manowar og hljómsveitir í samanburði við þær.
Það var ekki fyrr en í byrjun 10 bekkjar þar sem allar götur opnuðust fyrir mér og ég sá hverju ég hafði verið að missa af og hvað ég hefði verið með einhæfan tónlistarsmekk. Ég fór að skoða aðrar tónlsitarstefnur, hlusta á fleiri hljómsveitir og byrjaði að fíla growl.Ég byrjaði að hlusta á allskonar metalstefnur og sá eftir því að hafa ekki byrjað á því fyrr.
Þannig að núna er nánast allt opið fyrir mér nema Black Metall, ég hef aldrei fílað hann.
Þannig að hljómsveitirnar sem ég hlusta á aðalega í dag eru Iron Maiden, Children Of Bodom, Rammstein, Manowar, Bruce Dickinson, In Flames, Cannibal Corpse, Týr, Korpiklaani, Finntroll, Amon Amarth, Opeth og slatta af öðrum hljómsveitum.