Mín saga um hvernig ég byrjaði að hlusta á metal…
Þetta byrjaði allt frá því í fyrra, þegar ég var að fara í 8. bekk, þá hlustaði ég á rapp/hip hop og popp og svona hnakka tónlist en mér fannst róleg lög lang best og hlustaði á svona rólegt popp og eitthvað þannig slíkt. Þegar ég var byrjaður í 8. bekk var systir mín í 10. og hafði hennar tónlistarsmekkur alltaf verið mjög líkur mínum. Einn daginn þegar ég kom heim úr skólanum þá var systir mín í tölvunni minni hlustandi á Nothing else matters með Metallica og mér fannst þetta lag mjög gott og spurði hana hvaða lag þetta væri og hún sagði að þetta væri lag með Metallica (ég heyrði fyrst um Metallica bara þegar þeir komu til landsins og vissi að þeir spiluðu svona metal og hafði ég engan áhuga á því að kynna mér það þar sem ég hafði vanmetið allskonar rokk/metal), en þá hélt ég bara að þetta væri mest allt svona lög þar sem hún átti flestu “rólegu” lögin þeira svo sem Nothing else matters, The Unforgiven, Fade to black og Mama said. Ég hlustaði mikið á þetta en nennti aldrei að kynna mér hljómsveitina neitt betur. Svo bara á þessum dögum hitti ég vin minn sem ég hafði ekki hitt í langan tíma, sem spilar á gítar og við fórum til hans og hann sýndi mér nokkur lög sem hann kunni s.s. Iron Man, Smoke on the water, TNT og einhver góð klassísk lög. Ég kynnti mér þessi lög en ekki beint hljómsveitirnar þar til að ég fór til annars vina míns sem hlustaði á mikið af svona klassísku og þá fékk ég að heyra mikið af AC/DC og Iron Maiden dóti. Eftir það fór ég heim til mín og kynnti mér AC/DC og downloadaði nokkrum lögum með þeim og þeir voru betri og betri með hverju lagi en TNT var alltaf í uppáhaldi hjá mér.
Ekki leið á löngu þar til systir mín kynnti fyrir mér Guns n Roses, sýndi hún mér þá Knocking on heavens door, og mér fannst það lag bara snilld og kynnti mér hljómsveitina betur en fannst mér hún ekki neitt eins góð og hinar sem ég hlustaði á (og nú í dag þoli ég þá ekki útaf einhverjum ástæðum) en mér fannst þeir vera með nokkur góð lög eins og Knocking on heavens door, Don’t cry, Welcome to the jungle, Paradise City og Sweet child o’ mine. Ég hlustaði mikið á þetta bara það sama en svo heyrði ég um hljómsveitina System of a Down sem flestir ættu nú að kannast við. Fyrsta lagið sem ég heyrði með þeim var Violent Pornography sem systir mín var sífellt hlsutandi á og ég gjörsamlega þoldi ekki þetta lag, en svo var ég alltaf heyrandi auglýsingar um nýja diskinn þeirra Hypnotize og ég bara gat ekki trúað að öll lögin þeirra væru svona eins og Violent Pornography þannig að ég tékkaði aðeins á þeim, og fannst mér þetta bara vera hin fínasta hljómsveit (miðað við þessi nokkur lög sem ég átti með þeim). Ég byrjaði að heimsækja vin minn oftar til að spila eitthvað með honum og hann sýndi mér Black Sabbath, nokkur lög með þeim, það eina sem ég hafði heyrt með þeim var Iron Man og fannst mér það bara snilld þannig að ég ákvað að skoða einhverja tónleika með þeim sem hann átti. Mér fannst þeir bara nokkuð góðir og ekki leið á löngu þar til að ég þurfti að gera fyrirlestur um dægurlag, og átti hann að vera 3 – 5 mín ekki lengur en það og lagið þurfti að vera a.m.k. 10 ára gamalt. Auðvitað mátti líka skrifa um hljómsveitina/söngvarann og vildi ég læra um AC/DC en þá var þegar búið að taka þá þannig að ég valdi mér Black Sabbath og tók lagið Paranoid. Ég keypti mér Best of… diskinn þeirra og hlustaði á hann og mér fannst hann hrein snilld.
Á þessum tíma hlustaði ég mest á AC/DC, SOAD, Black Sabbath, nokkur Pink Floyd lög, nokkur Korn en ég hlustaði ekki mikið á nein sérstök bönd fyrir utan AC/DC, SOAD og Black Sabbath. Mér fannst vanta eitthvað uppá tónlistarsmekkinn minn og fór ég að skoða lögin mín og ákvað ég að kynna mér Metallica betur og heyrði ég lög á borð við; Enter Sandman, Die Die my darling, Whiskey in the jar, St. Anger, Frantic og voru það aðallega lögin sem ég hlustaði á og fannst þeir ágætir. En seinna með tímanum þróaðist smekkurinn minn og ég var alveg hættur að hlusta á Iron Maiden og Black Sabbath og þessi klassísku hljómsveitir og lá við að ég ætlaði að hætta að hlusta á AC/DC. Ég var kominn í mjög mikið SOAD og Metallica æði (þá var ég kominn með nokkra diska með þeim) og fannst ég þá vera farinn að þróast rétt í metalinn en þetta var aðeins byrjunin. Vinur minn kom til mín með hljómsveitir á borð við Slipknot, sem ég var hreint ekki að fýla vegna öskrin í söngvaranum.
Tónlistarsmekkurinn minn var sem sagt bara mjög einfaldur, Metallica, SOAD og AC/DC voru uppáhalds hljómsveitirnar mínar. Samt hlustaði ég á mörg önnur bönd þ.a.m. Muse, Pink Floyd og Nirvana, bara ekki eins mikið og hin 3. Svo sendi vinur minn mér Bat Country með Avenged Sevenfold og mér fannst þetta lag bara snilld og gat ég ekki hætt að hlusta á það. Þetta var án efa eitt af uppáhalds lögunum mínum strax og ég heyrði það og ég ákvað að kynna mér þessa hljómsveit og heyrði lög á borð við Second Heartbeat, Unholy Confession og Beast and the harlot og kom þá í ljós að þeir voru með svona smá öskur í lögunum þeirra (sem ég hafði alltaf hatað) en mér fannst þetta bara passa við tónlistina. Eftir það byrjaði ég að hlusta á nokkur öskur lög (sem ég man ekkert eftir núna) og var þá komið sumar árið 2006, og hlustaði ég á Metallica, SOAD, Avenged Sevenfold, nokkur AC/DC lög og ýmisleg rokk lög. Eftir sumarið kom vinur minn mér inn í hljómsveit að nafni Ill Nino, og fannst mér þeir nokkuð góðir. Hann sýndi mér einnig nokkur nu metal bönd sem ég hlusta ekkert á lengur. Svo stuttu seinna sýndi hann mér The End með Roadrunner United sem mér fannst bara vera snilldar lag og spurði ég hann hvaða hljómsveit þetta væri og sagði hann mér frá öllu þessu um Roadrunner Records og verkefninu Roadrunner United og fékk ég mér diskinn og fannst mér hann bara snilld. Ég hlustaði mikið á þennan disk og vildi því kynna mér hljómsveitirnar sem spiluðu uppáhalds lögin mín s.s. Trivium, Killswitch Engage, Stone Sour og Slipknot.
Svo kom seinna inn í fleiri hljómsveitir eins og Rammstein sem mér fannst bara nokkuð fínir og byrjaði ég að koma mér meira inn í industrial metalinn og fékk ég mér Machine diskinn með Static-X og fannst mér hann nokkuð góður og svo byrjaði ég að hlusta á Deathstars sem er ein af uppáhalds hljómsveitum mínum. Ég byrjaði svo að hlusta á Children of Bodom á svipuðum tíma og Deathstars, en mér finnst þeir líka uppáhalds power metal bandið mitt þrátt fyrir að ég hlusta ekki mikið á power metal eins og Dragonforce og svona.
Til að gera langa sögu stutta byrjaði ég á því að hlusta á rapp og popp þangað til 2005 þar sem ég byrjaði rétt svo að koma mér inn í rokkið, og svona um vorið 2006 kom ég mér aðeins inn í metalinn og svo núna finnst mér ég vera metalisti. Í dag hlusta ég mest á Roadrunner United, Metallica, Deathstars, Trivium, Ill Nino, Killswitch Engage, Linkin Park, Rammstein og svo nokkrar léttar rokk hljómsveitir eins og Muse, My Chemical Romance, Pink floyd, 3 doors down og svona…
Mér finnst ekkert vera að tónlistar smekknum mínum enda hafa allir bara sína smekki og ég hef nú lesið nokkrar greinar um metalsögur einhverja hérna sem hlusta mest á Cradle of Filth, Dimmu Borgir, Opeth og svona en það hafa allir sinn smekk og hver veit nema ég muni bara einhvertíman kynna mér þessar hljómsveitir ; ).