Það er einfaldlega merkilegt hvað tónlistarsmekkur manns getur breyst og þróast hratt. Ég var fyrir 4 árum manneskja sem hlustaði á fm957 allan daginn, en svo fyrir 3 árum ákvað ég að prófa að hlusta á X-ið og kynntist þá einhverju öðru eins og Muse, Audioslave og þvíumlíku. En tónlistarsmekkur minn stökkbreyttist þegar ég eignaðist kærasta sem dýrkaði Metallica og Korn, svo ég fór að kynna mér þær hljómsveitir, ásamt Iron Maiden og AC/DC og þessum gömlu góðu. Eignaðist ég svo annan kærasta sem kynnti mig fyrir aðeins þyngi böndum og kynnti ég mér þá Cradle of filth og Dimmu Borgum fyrst(virðast vera vinsæl bönd til að byrja á).
Nú í dag hafa málið þróast þannig að þau bönd sem mér líkar mest við eru Immortal, Dissection, Enslaved, Tool og Opeth. Svo eru auðvitað flest þessi íslensku tær snilld.
Ég býst við að margir sem hlusta á metal af einhverju viti hafi einhverjar svipaðar sögur að segja, því ég held að það sé ekki hægt að fara beint úr píkutónlist yfir í pungsveittan metalinn :)
“I'm one of those regular weird people” - Janis Joplin