Zero Hour (USA) á Íslandi 7. og 9. apríl RestingMind Concerts kynnir með miklu stolti:

Meistara progressive metalsins,

ZERO HOUR

Bandaríska sveitin Zero Hour er á leiðinni til landsins og mun spila á tvennum tónleikum hér á landi um páskana, þá fyrri á Grand Rokk, laugardaginn 7. apríl og þá síðari á annan í páskum í Hellinum TÞM.

Sveitin kemur frá bay area svæði San Fransisco, sem oftast er talað um sem Mekka thrash metalsins í Bandaríkjunum enda hafa ekki ómerkari bönd en Metallica, Megadeth, Exodus og Testament komið frá þessu svæði.

Zero Hour er hugarsmíð tvíburanna Jasun og Troy Tipton, sem settu saman sveitina árið 1993. Þessir bræður eru miklir snillingar og eru báðir á mála hjá Mesa Boogie magnararisanum, gítarframleiðandanum Manne Guitars og Kerly Music strengjaframleiðandanum. Tónlistin sem sveitin flytur er þungt progressive metal, ívafið tæknilegum gítar- og bassa pælingum, með söng sem minnir á stundum á gullaldarár Geoff Tate, söngvara Queensryche.

Þýska Heavy Oder Was? tímaritið lýsir bandinu á þennan hátt:
Zero Hour is one of the most promising newcomers in the progressive metal underground. The mix of heavy riffs, atmospheric keyboards, brilliant clean vocals, complex song structure and metaphoric texts that hits the nerve of all fan of impressive metal, who counts bands such as Fates Warning, Sieges Even, Spiral Architect, Pain of Salvation or Dream Theater to their favourites. It's easy to draw parallels to the big names of the genre, yet Zero Hour really sounds unique. - Heavy Oder Was?

Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu, Zero Hour, 1998 í 2000 eintökum sem seldust upp fljótlega. Í kjölfarið fór að berast lof frá fjölmiðlum um allan heim, m.a. frá Michael Rensen hjá þýska tímaritinu Rock Hard sem sagði að Zero Hour væru meðal 5 bestu nýliða proggsins á seinni hluta tíunda áratugarins.

Næsta plata bandsins, The Towers Of Avarice sópaði að sér lofi frá að er virðist nær öllum þeim tímaritum sem fjölluðu um hana. Þar á meðal voru Hit Parader, Metal Maniacs, Bass Player and Sci Fi (US), Aardschok (Holland), Metal Hammer (Ungverjaland), Rock Hard (Þýskaland og Frakkland), Heavy Oder Was? (Þýskaland), Scream (Noregur), BW&BK (Kanada), Hard Rock (Frakkland), ásamt fjölda vefrita um allan heim. Í kjölfarið tóku við tónleikaferðalög um Evrópu og USA, m.a. á einu stærstu progmetalhátíð heims ProgPower USA, þar sem þeir hafa spilað tvisvar.

Nýja platan, Specs of Pictures Burnt Beyond, var tekin upp af producernum Dino Alden, en Alden er m.a. þekktur fyrir að hafa unnið með m.a. Marty Friedman (fyrrum Megadeth), Vinnie More, Tony MacAlpine, Racer X og fleiri. Reyndar hefur Alden tekið upp allar plötur ZH til þessa. Á Specs er söngvarinn Chris Salinas genginn til liðs við bandið, en Chris var söngvari progressive metal sveitarinnar Power of Omens.

Þar fyrir utan hafa tvíburarnir gefið út kennslumyndbönd í gegnum Chops From Hell. Jason Tipton hefur þar fyrir utan gefið út sóló plötu og ¾ hlutar Zero Hour skipa einnig progressive thrash/dauðarokk sveitina Death Machine. Nóg að gera hjá drengjunum og ljóst að með nýju plötunni hafa þeir alvarlega stimplað sig inn í sögubækurnar.

Tóndæmi má finna á:
http://www.myspace.com/zerohourband
http://www.zerohourweb.com
(tékkið fyrst á laginu Stratagem, og svo Evidence of the Unseen)

Nánar um tónleikana

Laugardagur 7. apríl
Staður: Grand Rokk
Aldurstakmark: 20 ára
Miðaverð: aðeins 1000 kr!

Upphitun:
Helshare - hafa verið að skipa sér með fremstu þungarokksbanda landsins upp á síðkastið. Sveitin er hugarsmíð Sigurgríms “Gímsa” Jónssonar sem gerði garðinn frægan með Forgarði Helvítis! Sveitin mun fara í stúdíó bráðlega.
http://www.myspace.com/helshare

Perla - Þessi sveit gerði sér lítið fyrir og sigraði í Global Battle of the Bands á Íslandi á síðasta ári. Sveitin spilar melódískan metal og upp á síðkastið hafa lagasmíðarnar verið að þróast yfir í meira progmetal, enda skipa sveitina miklir músikantar.
http://www.myspace.com/musicperla

Hostile - Þessi sveit gaf út á síðasta ári sinn fyrsta disk, þar sem á matseðlinum var straight-forward heavy metal. Nú er sveitin búin að fá til liðs við sig nýjan söngvara, alla leið frá Ástralíu og lagasmíðar bandsins orðnar flóknari og þyngri.
http://www.myspace.com/hostiletheband

Mánudagur 9. apríl
Staður: Hellirinn í TÞM
Aldurstakmark: EKKERT
Miðaverð: aðeins 1000 kr!

Upphitun:

Severed Crotch - Meistarar tekníska dauðarokksins! Þessir drengir hafa sannað sig svo sannarlega í gegnum tíðina og eru án efa ein allra besta dauðarokkshljómsveit landsins. Snillingar á sín hljóðfæri, spilandi tónlist sem útheimtir mikla tekníska getu og þéttleika. Nýr gítarleikari hefur gengið til liðs við sveitina og mun hann spila sínu fyrstu tónleika með sveitinni á þessum tónleikum.
http://www.myspace.com/severedcrotch

Ask the Slave - Tiltölulega ný sveit sem hefur verið að vekja mikla eftirtekt fyrir sína “quirky” tónlist. Sveitin dregur áhrif frá slíkum þungavigtarsveitum eins og The Mars Volta, Fantomas og Soundgarden. Virkilega skemmtileg tónlist sem fer ótroðnar slóðir.
http://www.myspace.com/asktheslave

Diabolus - Ein af nýrri dauðarokkssveitum landsins, sem hefur verið að skapa sér nafn að undanförnu fyrir mikla keyrslu og þéttleika. Hefur hún verið að landa dúndurdómum upp á síðkastið fyrir frammistöðu sína á sviði. Mikil efni hér á ferð.
http://www.myspace.com/diaboliceland
Resting Mind concerts