Miðaverð á hvora tónleika er 2.500 (miðagjald innifalið) og fer miðasala fram á www.midi.is og í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind ásamt BT Akureyri, Selfossi og Egilsstöðum. Hefst miðasala fimmtudaginn 15. mars kl 11.
Upphitunarsveitirnar eru ekki af verri endanum, en fyrir kvöld sem þessi er alveg ljóst að einungis bestu þungarokkssveitir landsins duga til. Tónleikapakki sem þessi rennur ekki oft á fjörur landsmanna.
Upphitun - laugardagur: Mínus og Changer.
Mínus þekkja allir en sveitin hélt nýlega til Los Angeles til að taka upp nýjustu breiðskífu sína, sem væntanleg er á næstunni. Sveitin er óumdeilanlega sú þungarokkssveit íslensk sem lengst hefur náð með feril sinn.
http://www.myspace.com/minus
Changer er ein af fremstu þungarokkssveitum landsins, en síðasta skífa drengjanna, stuttskífan Breed The Lies, var hljóðblönduð af einum fremsta upptökustjóra Danmörku, Tue Madsen.
http://www.changer-metal.com
Upphitun - sunnudagur: Forgarður Helvítis, Momentum og Severed Crotch.
Hljómsveitin Forgarður Helvítis er næstum því eins gömul og sjálf Cannibal Corpse og var í fararbroddi í dauðarokksöldunni frægu uppúr 1990 þegar önnur hver bílskúrssveit í landinu tilheyrði þessari stefnu. Cult sveit.
http://www.helviti.com/forgardur/
Momentum er sveit sem hefur verið starfandi í nokkur ár, stofnuð úr ösku hinnar goðsagnakenndu svartmálmssveit Myrk. Á matseðlinum er dauðarokk eins og það gerist best, kröftugt og teknískt.
http://www.myspace.com/momentumtheband
Severed Crotch er líklega sú sveit á íslandi sem er hvað mest undir áhrifum frá Cannibal Corpse. Það að halda CC tónleika hefði einfaldlega ekki verið hægt án klofsins. Ung sveit, með mikla og bjarta framtíð fyrir sig.
http://www.myspace.com/severedcrotch
Nánar um tónleikana
Laugardagur 30. júní
Staður: Nasa við Austurvöll, http://www.nasa.is
Aldurstakmark: 20
Miðaverð: aðeins 2.500 krónur
Húsið opnar 21:30
Fyrsta band á svið: 22:30
Sunnudagur 1. júlí
Staður: Nasa við Austurvöll, http://www.nasa.is
Aldurstakmark: Ekkert
Miðaverð: aðeins 2.500 krónur
Húsið opnar 18:00
Fyrsta band á svið: 19:00
Resting Mind concerts