Þekktasta og söluhæsta dauðarokksband sögunnar - Loksins á Íslandi!
CANNIBAL CORPSE
Þessi sveit, sem gaf út sína fyrstu plötu fyrir rétt um 17 árum er á leiðinni til Íslands! Sveitin mun halda tvenna tónleika á NASA í Reykjavík 30. júní og 1. júlí, þar sem seinni tónleikarnir verða fyrir alla aldurshópa!
Cannibal Corpse, sem hefur gefið út 10 hljóðversplötur og sent frá sér heilan helling af öðrum útgáfum á sínum ferli, er söluhæsta dauðarokkshljómsveit allra tíma (skv. Nielsen Soundscan). Sveitin er fyrsta dauðarokkssveit sögunnar til að hljóta platínusölu í heiminum og fyrsta sveitin til að koma dauðarokksplötu á vinsældarlista Billboard Magazine í Bandaríkjunum.
Sveitin, sem var stofnuð 1988 í Tampa, Flórída í Bandaríkjunum, setti þungarokksheiminn á annan endann þegar hún gaf út sína fyrstu plötu Eaten Back To Life árið 1990. Platan, sem innihélt harðari og átakafyllri tónlist en þungarokksheimurinn hafði séð áður, vakti mikið umtal og varð strax mjög umdeild meðal foreldra og ráðamanna í Bandaríkjunum og víðar. Hryllilegt og sjokkerandi plötuumslagið, hrottafengnir textar og lagatitlar eins og “Hammer Smashed Face”, “Meet Hook Sodomy” og “Addicted to Vaginal Skin” hjálpuðu ekki og næstu tvær plötur, “Butchered at Birth” (1991), og “Tomb of the Mutilated” (1992) bættu ekki úr skák. Á aðeins þremur árum var búið að banna sölu á Cannibal Corpse vörum í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Kóreu (sem þó var tímabundið). Í Þýskalandi var Butchered at Birth platan bönnuð með öllu og flutningur á lögum af fyrstu þremur plötunum bannaður með öllu. Það var ekki fyrr en í júní 2006 að bannið í Þýskalandi var afnumið.
Sveitin hefur áunnið sér virðingu í gegnum árin fyrir mikla spilafærni, framúrskarandi tæknilega getu og djöfulslegar raddanir. Hugmyndaheimur þeirra leitar fanga hjá raðmorðingjum, uppvakningum og hryllingi af öllum toga. Frá því að sveitin var stofnuð hefur hún selt milljónir platna á heimsvísu og sýnir engi merki um að hægja á sér eða breytast til að þóknast nýjustu straumum þungarokksins. Umfangsmikil tónleikaferðalög um allan heiminn upp á síðkastið hafa sýnt og sannað að bandið hefur aldrei verið betra og nýtur mikilla vinsælda, þrátt fyrir nánast enga útvarpsspilun eða framkomu í sjónvarpi, ef frá er talið framkomu bandsins í Jim Carrey myndinni Ace Venture, Pet Detective (sem sjá má hér og hér).
Nýjasta plata þeirra ber nafnið Kill og er engu þar til sparað. Hægt er að skoða myndbandið við lagið Make them Suffer hérna:
Windows Media
Youtube (uncencored version)
Youtube
Tilkynnt verður um upphitunarhljómsveitir og miðasölu síðar en stuðningsaðilar tónleikanna eru Tónastöðin Skipholti og Xið 977
Nánar um tónleikana:
Laugardagur 30. júní
Staður: Nasa við Austurvöll, http://www.nasa.is
Aldurstakmark: 20
Miðaverð: aðeins 2500 krónur
Sunnudagur 1. júlí
Staður: Nasa við Austurvöll, http://www.nasa.is
Aldurstakmark: Ekkert
Miðaverð: aðeins 2500 krónu
Resting Mind concerts