Agalloch SAGAN:

Árið 1996 var folkmetal/experimental hljómsveitin Agalloch stofnuð af John Haughm og Shane Breyer.
Snemma á því ári byrjuðu þeir að semja lög og um sumarið var Don Anderson bætt í bandið til að fínpússa tónlistina.
Þessi lög voru það sem varð að demoplötunni From Which Of This Oak sem var gefin út um haustið.
Þessi plata innihélt mikið af blackmetal áhrifum, með mikið af efni sem átti eftir að birtast á öðrum plötum
á einn eða annan hátt. Stuttu eftir þessar upptökur bættist Jason William Walton í hljómsveitina sem bassaleikari.


Árið 1998 var tekið upp promo sem var eingöngu fyrir útgáfufyrirtæki. Með því náðu þeir athygli The End Records, sem
bauð þeim samning, og varð platan Pale Folklore að niðurstöðu þeirrar samvinnu. Sú plata inniheldur minna af black metal
áhrifum en sú sem kom á undan, og voru mörg endurunnin lög, meira af folk áhrifum og neoclassical lagabúta. Plötunni mætti
mikil jákvæð gagnrýni. Eftir að upptökum var lokið hætti Breyer í hljómsveitinni.

Eftir nokkra þögn gaf hljómsveitin út plötu sem innihélt efni frá árunum 1998-2001 og bar hún titilinn Of Stone, Wind And Pillor,
og innihélt hún enn meira af neoclassical og experimental stíl og meira af hreinum söng en áður. Þessi plata innihélt einnig
cover af laginu Kneel To The Cross eftir folk noir bandið Sol Invictus og átti eftir að verða gefið út á plötunni
Sol Lucet Omnibus sem var tribute plata gefin út af franska útgáfufyrirtækinu Cynefierrd og tileinkuð Sol Invictus.

Frá árinu 2001 til snemma árs 2002 tóku meðlimir Agalloch up plötuna The Mantle sem innihélt booklet með myndir af styttum og vatnsbrunnum
sem mátti finna í miðbæ Portland. Á The Mantle mátti finna mun meira af post-rock áhrif en á fyrri plötum, nánast bara
hreinan söng. Þessi plata olli miklum breytingum í fjölmiðlum fyrir Agalloch og þeir fengu viðtöl hjá nokkrum mainstram tímaritum.

Til að fylgja eftir The Mantle spiluðu Agalloch á sínum fyrstu tónleikum í Portland í Oregon þann 6. mars árið 2003.
Eftir það vvoru haldnir nokkrir tónleikar í mars og svo fóru þeir í tónleikaferð á vesturströnd Bandaríkjanna í maí.

Árið 2003 var platan Tomorrow Will Never Come og árið 2004 kom platan The Grey. Þessar plötur sýndu hlið á Agalloch sem var
enn meiri tilraunastarfsemi en áður, og innihélt remixaðar og endurunnar útgáfur af lögum af The Mantle, og líka nýtt lag, sem var
titillag plötunnar Tomorrow Will Never Come og var það undir mjög miklum post-rock áhrifum.
Agalloch spiluðu líka á nokkrum tónleikum á austurströnd Bandaríkjanna árið 2004 og nokkra í Toronto í Kanada.

Árið 2004 gáfu þeir út 10" plötu með náttúruþema ásamt finnsku hljómsveitinni Nest. Sú plata einkenndist mjög af neofolk áhrifum
frá Agalloch. Lagið með Nest var meira út í electronic, með þungum trommum með röddun og gítarspili sem Haughm og Anderson
sáu um.

Árið 2005 komu út endurútgáfur af The Mantle og Pale Folklore í tvöföldum vínyl útgáfum og í takmarkaðri útgáfu í viðarboxi og
með nýju coveri á báðum plötum. Það var til að minnast einu tónleika hljómsveitarinnar árið 2005, á sólstöðum, tónleikahátíð
sem haldin var í Toronto þann 14, október árið 2005.

Ashes Against The Grain var gefin út þann 8. ágúst árið 2006 af The End Records útgáfunni. Hún var með minni fókus á auðheyrða
kassagítartónlistina sem einkenndi The Mantle og gaf plötunni þar af leiðandi annað sound en hafði verið á fyrri plötum Agalloch.


ÁHRIF:

Agalloch notast við sérstaka gerð söngs og hljóðfæra sem eru ekki algengar í venjulegum metal. Tónlist þeirra er oft sögð
atmosperic og furðulegri, því að hún er melankólísk og er með smá doom fíling.
Þrátt fyrir að Agalloch séu venjulega sagðir vera folk metal eða doom metal band, er margt annað sem spilar inn í. Má þar nefna
neofolk, dark ambient, post-industrial og post-rock áhrif. Algengt þema í ímynd og textagerð Agalloch er náttúruleg fegurð og
vitnanir í heiðni forfeðranna.

Í viðtali frá 1999, tekið af Dan Tobin við Jason William Walton og John Haughm, nefndu þeir nokkra áhrifavalda, svo sem Katatonia, Ulver,
The 3rd And The Mortal, Swans og Godspeed You! Black Emperor.


ÚTGÁFUR:

Full lengd:
Pale Folklore (1999)
The Mantle (2002)
Ashes Against The Granes (2006)

LP og EP:
From Which Of This Oak demo LP (1996)
Of Stone, Wind And Pillar EP (2001)
Tomorrow Will Never Come EP (2003)
The Grey EP (2004)
Split With Nest EP (2004)


Compilations:
Sol LUcet Omnibus (2002)

Aðrar útgáfur:
Untitled (1998) Einungis ætlað fyrir útgáfufyrirtæki
The Mantle (2005) 2xLP vínyl í takmörkuðu upplagi
Pale Folklore (2005) 2xLP vínyl í takmörkuðu upplagi


Meðlimir:
Don Anderson - Gítar (einnig: Sculptured, ex-Nothing, ex-Darling)
John Haughm - Söngur, gítar (einnig: Sculptured, ex-Nothing, Landfill, Lotus 78, A Den of Wolves)
Jason William Walton - Bassi (Einnig: Especially Likely Sloth, ex-Subterranean Masquerade, Sculptured, Nothing)
Chris Green - Trommur (einnig: The Waking Cold)

Fyrrverandi meðlimir:
Shane Breyer - Hljómborð