Hérna er grein um Zakk Wylde sem allir ættu að kannast við, þessi grein er líka svoltið blönduð sögu Black Label Society.
Zakk Wylde fæddist 14 janúar 1967 í Bayonne í New Jersey og alinn upp í Jackson í New Jersey. Hans raunverulega nafn er Jeffery Philip Wielandt en nafnið hans breyttist í gegnum árin.
Foreldrar hans voru herra og frú Jerome Wielandt og hann átti eina systur sem að hét Amy. Hann fékk snemma viðurnefnið Flip (stytting á miðnafninu hans, Philip) af pabba sínum. Hann byrjaði að spila á gítar 8 ára gamall en hætti að spila stuttu eftir. Síðan gékk hann í Jackson Memorial High School þar sem að hann byrjaði að spila aftur á gítar þegar að hann varð 14. Hann byrjaði á að læra á gítar hjá syni fótboltaþjálfarans í skólanum, LeRoy Wright, og seinna byrjaði Zakk svo að æfa á klassískan gítar.
Zakk stofnaði sitt fyrsta band, Stone Henge, og þeir spiluðu lög eftir Ozzy Osbourne, Black Sabbath og Rush. Á sama tíma byrjaði Zakk svo að deita bekkjarsystur að nafni Barbaranne Caterina sem að seinna varð konan hans. Hann útskrifaðist síðan frá Jackson Memorial High School árið 1985 þá 18 ára gamall. Eftir það vann hann í stórmarkaði og hann byrjaði að semja sín eigin lög og gékk í hljómsveit að nafni Zyris. Eftir að hann byrjaði í Zyris byrjaði hann að kalla sig Zakari Wyland. Zyris spilaði frumsamin lög í bland við lög sem að uppáhalds hljómsveitirnar þeirra höfðu samið, eins og Black Sabbath og Led Zeppelin. Á þeim tíma var Zakk byrjaður að kenna á gítar í Jackson, bænum sem að hann ólst upp í.
Einn dag heyrði síðan Zakk í Howard Stern Show að Ozzy Osbourne væri með áheyrnarprufur fyrir óþekkta gítarleikara, Zakk hélt bara að þetta væri draumur og áhvað að sleppa þessu bara. En á einum tónleikum með Zyris var Zakk uppgötvaður af rokk ljósmyndurunum Mark Weiss og Dave Feld. Dave gékk að Zakk og sagði honum að Ozzy væri að leita að nýjum gítarleikara og sagði honum að fara í áheyrnarprufuna. Í áheyrnarprufunni spilaði Zakk lög eftir Ozzy og líka órafmögnuð og klassísk lög. Eftir prufuna fór Zakk bara heim til sín og hélt að hann myndi ekki fá starfið. En einn dag hringdi Sharon Osbourne í hann og spurði hann hvort að hann væri til í að ganga í bandið.
Zakk byrjaði að spila fyrir Ozzy aðeins 20 ára gamall, í maí 1987. Það var þá fyrst sem að hann tók upp nafnið Zakk Wylde. Fyrsti diskurinn sem Zakk spilaði á fyrir Ozzy var “No rest for the wicked.” Zakk varð allt í einu stórt nafn í gítarleikara samfélaginu. Zakk reis hátt á stuttum tíma, frá því að spila í litlum klúbbum í NJ með Zyris, til þess að spila á stórum svæðum með Ozzy. Fyrsta stóra tónlistarhátíðin sem Zakk spilaði á var Moscow Peace Festival sumarið 1989 þar voru einnig hljómsveitir eins og Skid Row, Motley Cruel, Bon Jovi og The Scorpions. Næstu ár voru svo þannig að Zakk spilaði fyrir Ozzy og varð mjög frægur. Síðan árið 1992 stofnaði Zakk hljómsveit þegar að hann var enn að spila með Ozzy, sem að hét Lynyrd Skynhead (ekki sama og Lynyrd Skynyrd) með James Lomenzo og Greg DeAngelo. Hljómsveitin Lynyrd Skynhead spilaði klassíst rokk og suðurríkjarokk eins og ZZ top og Lynyrd Skynyrd voru að gera. Árið 1994 var Greg DeAngelo rekinn og miklu betri trommari kom í staðinn, Brian Tichy og nafninu á hljómsveitinni var breytt í Pride & Glory, sú hljómsveit gaf út einn geisladisk árið 1994 hjá Geffen Records. Þeir voru þá að túra með hljómsveitum eins og Lynyrd Skynyrd og Aerosmith. En James Lomenzo hætti í hljómsveitinni í nóvember 1994 og þá fór allt niður á við. Þeir héldu eina loka tónleika 10. desember 1994 í Los Angeles. Slash úr Guns’n’Roses spilaði með þeim tvö lög á þeim tónleikum, Voodoo Chile (eftir Jimi Hendrix) og Red House. Það var á þeim tíma sem að Zakk var að spila með nokkrum gaurum úr G’n’R. Zakk var togaður á milli þess að ganga í G’n’R og fara í tónleikaferðalag með Ozzy. Hann beið of lengi og Ozzy fann annan gítarleikara í tónleikaferðina Joe Holmes að nafni og á svipuðum tíma fékk Zakk skilaboð frá G’n’R um að þeir þyrftu ekki á þjónustu hans að halda.
Hinsvegar árið 1998 byrjaði Zakk að spila fyrir Ozzy aftur með Mike Inez (úr Alice in Chains) og Randy Castillo til að spila á tónleikaferðalagi í Nýja Sjálandi, Ástralíu og Japan. Þeir áttu líka að spila fyrir Ozzy á Ozzfest ’98 í US en það gerðist aldrei, Zakk fór til Ítalíu til að halda tónleika með Phil Ondich og Nick Catanese. Þeir ákváðu að kalla bandið Hell’s Kitchen en eftir nokkrar vikur ákváðu þeir að breyta nafninu í Black Label Society.
Þeir gáfu út einn disk í október 1998 í Japan sem var kallaður Sonic Brew. En sá diskur var ekki gefinn út fyrr en í maí 1999 í Bandaríkjunum. En þá gaura vantaði bassaleikara og auglýstu en ekkert gékk og þá hringdi Zakk í vin sinn J.D. sem að kom auðvitað að spila og núna var uppröðunin á þeim tilbúin, Zakk og Nick á gítar, J.D. á bassa og Phil á trommur. Þeir spiluðu sína fyrstu tónleika í Japan 1. maí 1999 á Club Quatro í Tokyo. En Adam var ekki lengi í paradís og J.D. hætti í hljómsveitinni og Steve Gibb (sonur Berry Gibb í BeeGees) kom í staðinn. Þetta var ekki endirinn á breytingunum í hljómsveitinni því að Phil var rekinn eftir að hafa lent í áflogum við Zakk á sviði! En sá ágæti maður Craig Nunenmacher kom í staðinn fyrir Phil. Steve Gibb hætti síðan og Mike Inez kom í staðinn. En hann hætti líka og Robert Trujillo kom í staðinn og nú er hann hættur líka! En helstu áhrifavaldar Zakk í tónlistinni voru Randy Rhoads, Black Sabbath, Judas Priest, Led Zeppelin, Lynyrd Skynyrd, Motörhead, AC/DC og margar fleyri.