Mér datt í hug afþví að Babylon er í gangi og ég hef ekkert að gera að gera grein um mína uppáhald Svartmálms hljómsveit, Dark Funeral. Ég ætla að taka það strax fram að ef Babylon er búið og ekki ég, þá hætti ég bara samt, og geri restinna næsta sunnudag. Vona að ég komist upp með það.

Dark funeral samstendur af-
• Emperor Magus Caligula (Masse Broberg) - Vocals, Bass - (1996-)
• Lord Ahriman (Micke Svanberg) - Guitar - (1993-)
• Chaq Mol (Bo Karlsson) - Guitar - (2003-)
• Matte Modin - Drums - (2000-)
Fyrri meðlmir-
• Themgoroth - Vocals, Bass - (1993-1996)
• Dominion (Matti Mäkelä) - Guitar - (1998-2002)
• Typhos (Henrik Ekeroth) - Guitar - (1996-1998)
• Blackmoon (David Parland) - Guitar - (1993-1996)
• Gaahnfaust (Robert Lundin) - Drums - (1998-2000)
• Alzazmon (Tomas Asklund) - Drums - (1996-1998)
• Equimanthorn - Drums - (1994-1996)
• Draugen - Drums - (1993-1994)

Dark funeral er Svartmálmsband upprunalega frá Svíðþjóð. Það var stofnað árið 1993 af Lord Ahriman og Blackmoon. Oftast syngja þeir um Satanisma, Andkristni og Heimsendi. Bæði Emperor Magus Caligula og Ahriman er heittrúaðir Satanistar og tjá skoðanir sínar um satan á listrænan hátt, bæði gegnum tónlist og textasmíði.

1994.
Þetta ár gáfu þeir út demo sem þeir kölluðu einfaldlega Dark funeral, hjá Dan Swanös Uni-sound (fyrir þá sem vita hvað það er). Þeir gáfu það demo út 4.mai. Sama dag spiluðu þeir sitt fyrsta gigg kránni luse lottes í Osló. En eftir þessa plötu hætti draugen (trommari) en í hans stað koma Equimanthorn.

1995.
Hljómsveitinn skrifuðu þeir undir samgning hjá “No Fashion Records” og hófust strax handar við lagasmíði fyrir Breiðskífu. Eftir fremur lélega tilraun til að taka upp “The Secrets Of The Black Arts” hjá Uni-sound stúdíóinu, ákvað hljómsveitinn að færa sig frá “No Fashion Records” yfir til “Abyss studio” og tóku alla breiðskífunna upp aftur.


Með nýja pródúsernum ,Peter Tägtgren(Hypocrisy), innanborðs Tókst Dark Funeral loksins að finna “sándið” sem þeir voru að leita eftir. Stuttu seinna, spiluðu Dark Funeral á sínu fyrsta festivali, Under The Black Sun í Berlín. Stuttu áður en höfðu þeir fengið Emperor Magus Caligula til liðs við sig sem varð svo varanlegur meðlimur.
1996
28. janúar árið 1996 gáfu þeir út sína fyrstu breiðskífu, “The Secrets Of The Black Arts, og stuttu seinna fengu þeir samnig við “Metal Blade” í Bandaríkjunum og við “Mystic Production” frá Pólandi. Seinna sama ár hætti Blackmoon. Sem betur fer kom Typhos í hans stað á gítar. Og bættu líka við sig Caligula (Masse Broberg, upprunalega úr Hypocrisy). Með þessu urðu Dark Funeral mun meira “agressif” og “intense”. Ásamt Necromass, fóru Dark Funeral í tónleikaferðalag út um alla evrpópu í hinum alræmda “Satanic War Tour I”.

1997
Árið 1997 spiluð Dark Funeral í fyrsta skiptið í Ameríkunni á “Expo Of The Extreme” festivalinu í Chicago. Eftir það hófu þeir tónleika ferðalagið “The American Satanic Crusade Tour” og höfðu Usurper (eitthver hljómsveit) með sér. Upphaflega átti tónleikaferðalagið að innihalda Acheron og Destroyer 666 en það koma eitthvað upp á þannig þeir gátu ekki komið með. Í September fóru þeir aftur í stúdíóið til að taka upp “ Vobiscum Satanas”. Sem er að mínu mati næst besti diskurinn með Dark funeral.

1998
Árið 1998 gekkDominion til liðs við dark funeral til að aðstoða við “The Ineffable Kings Of Darkness Tour” Með Enthroned og Liar Of Golgotha. Dark funeral fengu líka sitt annað “festival gigg” á sænska metal festivalinu Hultsfreds. Eftir giggið var thyphos rekinn og Dominion koma í hans stað á gítar, og Caligula varð aftur bassa/söngvari. Áður en Dark Funeral fóru á tónleikaferðalag með Cannibal Corpse og Infernal Majesty, hætti Alzazmon (trommur) og Gaahnfaust, sem hafði lengi verið vinur þeirra, koma í hans stað.

1999
Árið 1999 kom Dark funeral aftur til evrópu í tónleikaferðalagið “The Satanic Inquisition” ásmt Dimmu borgum. Þetta var þeirra lengsti og bestu evrópu túr hingað til.
2000
Ekki vill maður hitta þenna í dimmu húsasundi!
Með pródúsernum Tommy Tägtren tóku dark funeral upp breiðskífunna “ Teach The Children To Worship Satan” Fyrir þessa breiðskífu tóku þeir upp live video fyrir lagið “An Apprentice Of Satan”. Þetta ár tóku þeir höndum saman með Deicide, Immortal og Cannibal Corpse og fóru í tónleikaferðalagið “No Mercy”. Þetta ár hætti Gaagnfaust, og í hans stað koma Matte Modin (úr Defleshed) sem varanlegur meðlimur og spilaði með þeim á With Full Force Festivalinu.


Núna er Babylon að klárast þannig ég er hættur. Þið þurfið að bíða þangað til næsta sunnudag eftir restinni , og commentið endilega um hvað má fara betur og þannig dót, og segið mér hvaða hljómsveit þið viljið sjá skrifað um því ég ætla að gera þetta að vikulegri athöfn!! Þangað til Góðar stundir!
Burn the Louvre,” the mechanic says, “and wipe your ass with the Mona Lisa. This way at least, God would know our names