Ég hafði lengi séð þessa plötu í útibúi Skífunnar á laugaveginum, en alltaf fælst frá því að kaupa hana vegna þess að lögin sem ég hafði heyrt af henni voru nánast ekkert lík At The Gates einsog ég hafði þekkt þá (Slaughter Of The Soul, Terminal Spirit Disease ). Eftir nokkra umhugsun í Skífunni ákvað ég að fá mér plötuna.
Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég skellti henni á fóninn þegar heim var komið, var hvað platan er miklu hrárri en aðrar plötur þeirra. Ef þið hafið hlustað á Gardens Of Grief EP plötuna, þá eru pælingar þeirra þar, og á þessari plötu mjög svipaðar, og 1 lag af Gardens Of Grief er einmitt á þessari plötu og það er lagið City Of Screaming Statues.
Persónulega finnst mér flestir gleyma þessari plötu þegar talað er um At The Gates, það fyrsta sem allir virðast hugsa um er Slaughter Of The Soul (sem mér finnst persónulega ofmetin).
Af mínu mati er þetta það besta sem At The Gates hafa gert, þrátt fyrir lág ‘production values’ .
Þeir sem ekki hafa hlustað mikið á At The Gates gætu fælst frá plötunni (einsog ég sjálfur gerði til að byrja með) vegna hráleika hennar, eftir nokkra hlustun fer maður að skilja snilldina sem er fólgin í þessari plötu.
Það sem mér finnst líka mjög sérstakt við þessa plötu er að þrátt fyrir það hversu þung hún er heyrirðu fiðlu poppa inn hér og þar. Sumum fyndist þetta eflaust vera ‘gimmick’ en mér finnst þetta gefa lögunum og plötunni í heild vissa dýpt.
Lagaröð:
1. The Red In The Sky Is Ours/The Season To Come
2. Kingdom Gone
3. Through Gardens Of Grief
4. Within
5. Windows
6. Claws Of Laughter Dead
7. Neverwhere
8. The Scar
9. Night Comes, Blood Black
10. City Of Screaming Statues
(Það sem ég keypti var Re-release, og inni heldur 3 auka lög)
11. All Life Ends (Live)
12. Kingdom Gone (Live)
13.Ever-Opening Flower (Demo)
- [ Feitletrað: Það sem mér finnst standa uppúr]
Í heildina er þetta meistaraverk sem hver einasta manneskja sem fílar Melodic Death Metal/Gothenburg Metal (eða whatever þið viljið kalla þetta) ætti að kíkja á.
Besta plata þeirra fyrr og síðar.
*****/***** 5 af 5 mögulegum.
Ástæða þess að ég byggi greinina ekki upp með því að skrifa um lag fyrir lag er að mér finnst persónulega hundleiðinlegt að lesa þannig greinar, og fyrst þetta kallast PLÖTUgagnrýni finnst mér að það eigi að dæma plötuna í heild sinni.