Ég skellti mér á myspace síðu þeirra og horfði á myndbandið sem þeir eru með þar og eftir það var ekki snúið!
http://www.myspace.com/eluveitieofficial
Sveitin hefur gefið út tvær plötur, þar af eina í fullri lengd. Fyrst kom út EP platan Vên 2004 og svo á þessu ári sendu þeir frá sér plötuna Spirit. Sú plata hefur verið að slá í gegn hjá gagnrýnendum eins og sjá má á þessu yfirliti:
http://www.eluveitie.ch/img/startseite.jpg
Tónlist sveitarinnar má best lýsa sem blöndu af Cruachan, Korpiklaani, In Extreme og Thyrfing, eða í stuttu máli: “clawing pagan/viking metal grinded together with atmospheric folk elements and themes” eins og einn gagnrýnandinn orðaði það. Sveitin nýtir sér einnig vel að rætur þeirra er í dauðarokkinu og þar kemur Gautarborgarsándið sterkt inní.
Annað sem gerir sveitina sérstaka er að margir textar þeirra á hinu forna og nær gleymda tungumáli “Helvetic Gaulish” sem var talað upprunalega af hinu forna keltneska “clan of the Helvetians”. Nafnið Eluveitie er einmitt Gaulískt nafn og merkir “Ég er Helvetíumaðurinn”.
Ég hef hingað til ekki verið neitt rosalega mikill aðdáandi svona folk/pagan metal, fyrir utan nokkrar einstaka sveitir, en þessi fer langt í að slá þær allar út. Notkun hefðbundinna folk-music hljóðfæra er í hávegun höfð hjá sveitinni eins og t.d. hið merkilega og skemmtilega hljóðfæri “hurdygurdy”. Sjá:
http://www.eluveitie.ch/img/members/anna.jpg
Ég mæli mjög sterklega með sveitinni.
Tóndæmi:
Af Spirit:
Your Gaulish War: http://www.eluveitie.ch/music/spirit/gaulish_war.mp3
og svo eru nokkur lög á myspace síðunni og á heimasíðu sveitarinnar http://www.eluveitie.ch
Resting Mind concerts