“Og kirk hammett ER geðveikur gítarleikari og engin ætti að andmæla því.”
-Nei, Kirk Hammett er ekki geðveikur gítarleikari. Hví ætti engin að andmæla því? Ég er að því, og hvað ætlarðu að gera í því? Annars, þá ert þú augljóslega einn af þeim sem ert á “Metallica er besta band í heimi” stigið og getur þar af leiðandi ekki látið diss á Metallica sem vind um eyru þjóta.
“ég sé að þú ert Megadeth fan, þar sem að þú nefnir næstum alla gítarleirkara Megadeth, það kemur ekki á óvart að Megadeth fan hatar Metallica, maður er vanur því, en engu að síður en Kirk betri en Cris Poland og Dave Mustaine, en reyndar e Marty betri en Kirk, ég játa það”
Ég sagði aldrei að ég hataði Metallica, ég ber ennþá virðingu fyrir lögunum af fyrstu fjórum diskunum þegar þeir settu passion í tónlistina(já, þeir misstu móðinn eftir …AJFA, talað um það í MTV:Icon Metallica, þegar þeir skiptu úr Fleming Rasmusen yfir í Bob Rock, þá sagði Bob Rock að honum finndist þeir ekki hafa verið að gefa út plötu sem gæti eitthvað(up to any capability minnir mig að kallinn hafi sagt), og viti menn, þeir fóru að spila meira easy listening tónlist). Ég tel Mustaine, Poland og Friedman ekki upp af þeirri ástæðu að ég er Megadeth fan(sem ég er, Megadeth er uppáhalds hljómsveitin mín), en einfaldlega af þeirri ástæðu að þeir eru miklu, MIKLU betri gítarleikarar.
“”en flestöll eru þau bara eitthver helvítis blús tónstiga rusl sem holdsveikur indverji gæti spilað blindandi á dánarbeðinu“ já er það, þú vissir kannski ekki, að Kirk er lærður klassískur gítarleikari, sem gerir það að sjálfsögðu að verkum að hann spilar öðruvísi metalsolo en aðrir, það breytir því ekki að hann er mjög fær á gítarinn.”
Hann er ekki að spila klassísk sóló. Ef þú vilt heyra í hvernig klassísk sóló eru(neo-classical) mæli ég með að þú checkir á Cacophony, eða Yngwie Malmsteen. Ef þú ert að tala um gamla klassík, þá er gítarstíll Kirks EKKERT í stíl við t.d. Francisco Tárrega og verk hans.
“Ég næ ekki hvað þú ert að rífa þig, það ER vitað mál að Kirk er geðveikur gítarleikari, þú ert bara einn af þessum strangtrúuðu metalhausum sem hefur ekki enn jafnað þig á því að Metallica breyttust og klipptu sig og allt það. og eins og ég sagði áðan þá er Kirk kannski svoldið ofmetinn, en það breytir því ekki að hann er samt mjög góður gítarleikari.”
Ég er ekkert að rífa mig þannig séð, ég er bara að koma með skoðun mína sem er þessi, ég er ekki spenntur fyrir nýju Metallica plötunni, og ef það er eitthvað að trufla svefn þinn ættirðu kannski að taka inn rohypnol og drekka ofan í það. Hvernig er það VITAÐ MÁL að hann sé geðveikur gítarleikari? Útaf topplistum hér og þar? tek ekki neitt mark á þeim. Ég er ekkert einn af þessum “strangtrúuðu Metalhausum” sem er eitthvað bummed yfir því að þeir klipptu sig og breyttust. Ja, tónlistarlega séð var þróunin frá Kill Em All yfir að Ride The Lightning jákvæð, yfir á Master of Puppets og AJFA jákvæð, en allt hefur verið downhill eftir það því kvikyndin eru fégráðug.
Bætt við 10. janúar 2007 - 13:32
Já, og það skemmtilega er að James Hetfield, sem er almennt litið framhjá í umræðunni um gítarhæfileika Metallica, tekur mun flottari og skemmtilegri sóló heldur en Kirk.
Dæmi:
Nothing Else Matters
Master of Puppets
To Live is to die? (minnir mig)
þar sem hann tekur sólóin þeas(sem eru ekki drasl og spiluð af eitthverjum eyðnissjúkling)