COB - Hatebreeder jæja maður fékk nú fullt að gjöfum á aðfangadagskvöld, og ég fékk eitthvað af diskum, þ.á.m diskinn Hatebreeder með Finnsku snillingunum í Children of Bodom og ákvað í tilefni af því að ég fékk hann að skrifa stutta grein um hann.

2 árum eftir að þeirra fyrsti diskur, ‘Something Wild’ kom út þá kemur annar diskur þeirra, ‘Hatebreeder’. Þetta er að mínu mati þeirra besti diskur.ég ætla ekki að far ítarlega í hvert einasta lag, ég fer bara í þau bestu að mínu mati.

Diskurinn hefst á hinu ofursvala og þunga ‘Warheart’, og þarna hefur röddin í Alexi Laiho skánað mikið frá fyrri disknum, hann syngur þetta vel og er að sjálfsögðu líka góður á gítarnum.

Næst kemur frábæra lagið ‘Silent night, bodom night’ og melódían og flottheitin í þessu lagi eru guðdómleg, trommurnar mjög flottar og allt bara flott í þessu lagi.

Nú hleyp ég yfir eitt lag og fer í lagið ‘Bed of razors’ ÞEtta er að mínu mati besta lagið á disknum, hraðinn í þvi og melódían eru mjög flott, öflugur og skerandi söngur ásamt hröðum trommum og flottri melódíu á hljómborðinu, frábært.

Svo hleyp ég yfir tvö lög og kem að laginu ‘Wrath within’, þetta er frábært lag, mér finnst það aðeins rólegra en önnur, það er líka ágætt, en auðvitað verður það þungt á köflum og allt það, gítarsoloin í þessu lagi eru mjög flott og flókin enda góðir gítarleikararnir í þessu bandi.

Nú hleyp ég aftur yfir eitt lag og þá kemur síðasta og eitt af bestu lögunum ‘Downfall’, þetta lag er mjög fratt og það er alltaf flott þegar diskar eru endaðir á hröðu og melódísku og þungu lagi. Þetta lag gefur endinn á plötunni með öllum hröðu melódíunum og því. Hreint útsagt frábært lag.

Þegar litið er yfir heildina þá er þessi diskur frábær og öll lögin á honum finnst mér góð, nema kannski lagið ‘Black Widow’, ekki það að mér finnist það lélegt mér finnst það bara sísta lagið, en eins og ég sagði þá er þetta frábær diksur, fyrir alla metalhausa og ættu þeir að fá sér hann, þar sem að þetta er einstakur melódískur death metall.