Það er allt að gerast hjá þessari sveit…

Þeir komu fram í þætti Conan O'Brien í lok nóvember síðastliðnum. Þeir tóku lagið Colony of Birchmen af Blood Mountain, síðustu plötu kempanna.

http://streamos.wmg.com/wmedia/wea/a/b/c/vid/wbr/273714_11022006_01_300.wvx

Mastodon hafa þess að auki verið tilnefndir til Grammy verðlaunanna bandarísku fyrir þetta lag í flokknum “Best Metal Performance”. Hátíðin fer fram í Los Angeles 11. febrúar 2007.

Blood Mountain hefur verið að gera það mjög gott á árslistum hinna ýmissa tónlistartímarita.

Rolling Stone telja plötuna með topp 50 plötum ársins (í öllum tónlistargeirum). Decibel og Total Guitar (UK) tímaritin hafa kallað plötuna “plötu ársins”. Beðið er eftir árslistum frá Kerrang!, Metal Hammer og Death and Taxes tímaritunum þar sem plötunni mun bregða fyrir í árslistauppgjöri blaðanna.

Eins og menn e.t.v. vita, flutti ég kappana inn 2003 og hef verið að reyna að fá þá aftur til landsins alveg síðan. Það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig og booking agentinn þeirra ekki alveg verið að sjá ágæti þess að koma til litla Íslands.

Þess má geta að booking agentinn hjá bandinu er K2ours.com og ef menn vilja senda mail á þá og spyrjast fyrir/þrýsta á um komu þeirra til Íslands, þá er hægt að senda á:

info@k2ours.com

ekki segja að ég hafi sent ykkur :) nefnið frekar að það hafi verið mikil umræða um bandið á síðustu vikum, þar sem menn hafa verið að tala um hina frábæru tónleika 2003 með bandinu og einnig hvað Blood Mountain sé rosaleg plata…

Endilega skrifið ykkar eigin útgáfu samt af þessu! Það kemur skelfilega út ef að gaurinn fær sama mail frá fullt af fólki…
Resting Mind concerts