Einn daginn kom í Púlsinum fram að Tool væru að fara í tónleikaferðalag og það væri hljómsveit að nafni Fantómas sem ættu að hita upp fyrir meistarana. Þetta vakti forvitni mína svo að ég fór að kynna mér hljómsveit þessa. Hvað er svo í gangi hér, jú þessi hljómsveit heillaði mig og hneikslaði, fyllti mig af viðbjóði og unaðstilfynningu, allt í sömu andrá. Lög þeirra samanstanda af fallegum melódíum sem breytast svo í harðann metall og aftur í unaðinn. Söngvari sveitarinnar Mike Patton (faith no more og Mr Bungle) fér á kostum í öllum lögum sveitarinnar og fv. trommari slayer, Dave Lombardo slakar ekki á frekar en fyrri daginn. Hljomsveitin gaf út disk fyrr á árinu, Directors Cut að nafni, og eru öll lögin þar themalög úr gömlum hryllingsmyndum í þeirra einstaka útgáfum. Ef þið þorið ekki að kaupa diskinn strax þá mæli ég með að þið kynnið ykkur lög eins og: CapeFear, Rosemary´s Baby, Page eða Fire Walk With Me (úr Twin Peaks).
Þessi tónlist er góð til þess að hneiksla gamalt fólk og önnur fífl.