Það eru að koma jól og því hefur Livescenen.dk (danski framkvæmdaaðili ferðarinnar) ákveðið að setja inn jólatilboð á þessa ferð!

Pakkinn lækkar um 250 Danskar krónur og fer niður í 1600 DKK!

Tilvalin jólagjöf!

Tilboðið gildir 1. - 20 desember, þar sem 20. des verður borgun að hafa borist!

Þeir sem hafa þegar pantað ferðina fá þetta á jólatilboðinu (enda á að gera vel við þá sem panta snemma), en sama gildir auðvitað að eftir 20. des fer pakkinn aftur í 1850 DKK ef menn hafa ekki borgað!

http://www.wacken.com/typo3temp/pics/5434ced876.jpg

Wacken Open Air er ein elsta og þekktasta þungarokkshátíð Þýskalands, sem dregur að sér á hverju ári mörg þúsund manns frá öllum heimshornum. Hátíðin, sem haldin er í smábænum Wacken í Norður-Þýskalandi, er þriggja daga löng hátíð og fer fram dagana 2. - 4. ágúst. Spilað er á fimm sviðum, þar af 3 aðalsvið og tvö minni.

Wacken er stórglæsileg hátíð, þar sem aðbúnaður, aðstaða, öryggi og almenn framkvæmd og utanumhald er til fyrirmyndar. Það kom því ekki á óvart að hátíðin var tilnefnd til Live Entertainment Awards verðlaunanna í flokknum Most Outstanding Festival í Þýskalandi í byrjun 2006. Slíkt er sérlega eftirtektarvert í ljósi þess að um 500 tónlistarhátíðir eru haldnar í Þýskalandi á ári hverju, en aðeins þrjár aðrar hátíðar voru tilnefndar ásamt Wacken.

* Hópferð á Wacken - Mekka Metalsins
RestingMind Concerts hefur haldið utan um hópferð Íslendinga á þessa hátíð síðustu þrjú árin þar sem farið er frá Kaupmannahöfn með rútu beint á Wacken svæðið. Árið 2004 nýttu 25 metalhausar sér þessa ferð, 2005 var hópurinn kominn upp í 40 manneskjur og 2006 var bætt um betur þegar hópurinn náði 50 manna markinu!

RestingMind ætlar að endurtaka leikinn í sumar, enda hafa náðst samningar við veðurguðina um alveg einstakt veður í ágúst Alveg satt!

Um er að ræða hópferð með rútum frá Kaupmannahöfn og beint á Wacken svæðið. Þátttakendur sjá sjálfir um að koma sér til Danmerkur.

* Hátíð með um 80 hljómsveitum
Eftirtaldar hljómsveitir eru staðfestar fyrir festivalið núna í ár enn sem komið er, en ballið er bara rétt að byrja, því það verða um 80 sveitir á Wacken og síðustu sveitirnar verða líklega ekki staðfestar fyrr en nokkrum mánuðum fyrir festivalið eins og gengur og gerist með svona festivöl.

AMORPHIS
BELPHEGOR
BLACK MAJESTY
BLIND GUARDIAN (Loksins! Meistarar þýsks melodic speed/power/prog metal)
CANNIBAL CORPSE
COMMUNIC (Nevermore goes prog - Nýjasta plata þeirra er að gera allt vitlaust)
DISILLUSION
ENSLAVED
GRAVE DIGGER
HAGGARD
HEAVEN SHALL BURN
IMMORTAL (Reunion)
IN FLAMES
JBO
KAMPFAR
LETZTE INSTANZ
MOONSORROW (Meistarar víkingametalsins)
MOONSPELL
NAPALM DEATH
NEAERA
RAGE + Lingua Mortis Orchestra (10 ár síðan þeir spiluðu síðast!)
SAMAEL
SAXON (Stóðu sig gríðarlega vel 2005)
SCHANDMAUL
SONIC SYNDICATE
STORMWARRIOR (Featuring Kai Hansen)
STRATOVARIUS
THE BLACK DAHLIA MURDER
THERION + Orchestra
TÝR (Þarf að segja meira? Frændur okkar frá Færeyjum)
VOLBEAT (Elvis Metal!! - skærustu stjörnur Dana í harða rokkinu)

Aldeilis fínt line-up sem dekkar svo til allar tegundir þungarokksins.

* Betrumbætt tónleikasvæði
Wacken er stöðugt að reyna að betrumbæta hátíðina og eitt af því sem búið er að betrumbæta til muna fyrir næstu hátíð er að búið er að aðgreina sviðin betur, þannig að þriðja stærsta sviðið, hið svokallaða Party Stage er búið að flytja yfir á alveg nýtt svæði sem er hinu megin við stóru aðalsviðin tvö, s.s. hægra megin við þau, séð frá tónleikagestum. Verður þetta til mikils bóta þar sem áður fyrr voru ekki nógu góð skil á milli sveita sem spiluðu á black stage (2. stærsta sviðið) og Party Stage, en sveitir á þessum sviðum spila á sama tíma og sambland af tónlistinni frá báðum sviðum var óumflýjanlegt. Auk þess verður W.E.T. Stage (4. stærsta sviðið) stærra og betra.

* Ferðatilhögun
Lagt er af stað frá Köben að morgni miðvikudagsins 1. ágúst. Þýðir þettar að fólk verður að vera komið til Köben á þriðjudeginum í síðasta lagi! Brottför frá Wacken er á sunnudeginum, 5. ágúst og áætlaður komutími í Köben er um 20-21 leytið.

* Verðið
Boðið er uppá einn sameiginlegan pakka fyrir bæði rútuna til Wacken og miðann inná festivalið. Rútuferðin í Danmörku er skipulögð af Nordic Rock Booking, og stendur einnig Dönum til boða, þannig að það verða eldhressir Danir með í rútunni til og frá Wacken. Athugið að flugið til Kaupmannahöfn er fyrir utan þennan pakka, enda flugframboð þangað mikið og ódýrt fyrir og mismunandi hvað fólk vill vera lengi í Köben.

Innifalið í pakkanum er þetta:
* Miði á Wacken hátíðina.
* Rútuferð frá Köben beint á Wacken svæðið og til baka.
* Grillveisla á miðvikudeginum í tjaldbúðum Íslendinga (fólk kemur með sinn eigin mat á grillið).
* Partýtjald (í fyrra voru nokkrir sem lögðu í púkk til að kaupa slíkt tjald, en núna verður þetta innifalið).
* Full Metal Service sem samanstendur m.a. af eftirfarandi:
- Tjaldsvæði og kostnaður vegna rusls.
- Aðgangur að sundsvæði Wacken.
- Engin takmörkun á þeim mat og drykk sem fólk hefur með sér á tjaldsvæðið.
- Eingöngu græn svæði fyrir tjaldsvæðin.
- Wacken festival límmiði.
- Kvikmyndakvöld á miðviku- og fimmtudeginum.
- Full Metal Bag, bakpoki sem verður fullur af goodies… í fyrra innihélt hann m.a. vasaljós, uppblásanlegar sessur, regnstakk og mun fleira.
* CD promo sampler diskur fyrir fyrstu 200 sem panta ferðina (að Dönunum meðtöldum).

Úr partýtjaldinu frá hátíðinni 2006
http://svakanaggar.com/wp-content/myndir/WackenOpenAir2006/normal_100_3915.JPG

Verðið sem þetta kostar allt saman er 1850 danskar krónur (DKK). Það er um 22.860 krónur skv. gengi dagsins í dag (21. nóv), sem er um 12,357.

Það verður að viðurkennast að þetta er dýrara en áður, en það kemur til m.a. vegna þess að miðaverðið á hátíðina hefur hækkað, þar sem að gjald fyrir tjaldsvæði (Hið svokallaða Full Metal Service) hefur verið fellt inn í miðaverðið. Í fyrra, þegar gjaldið var sett á, urðu gestir að borga það þegar þeir mættu á staðinn og mynduðust miklar biðraðir við inngangana, slæmt þegar fólk er að mæta klifjað af farangri. Vegna mikillar aukningar á gestum á síðustu árum, með auknu rusli og álagi á hátíðarsvæðið, var nauðsynlegt að að rukka inn þetta aukagjald af gestum í fyrra. Núna er þetta s.s. inní miðaverðinu og ekkert vesen. Auk þessa hefur kostnaður vegna rútanna aukist.

Deadline fyrir borgun er einum mánuði eftir að staðfesting á pöntun hefur verið send frá mér!

* Nánari upplýsingar og skráning
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Þorsteini Kolbeinssyni.
MSN: restingmind “at” msn.com
Email: thorsteinn “at” restingmind.com (nota það frekar en msn meilinn)
Sími: 557-5599 og 823-4830

Ef menn vilja skrá sig, þá senda menn email á mig með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn
Heimilisfang, póstnr og staður
Kennitala
Heimasími og GSM
Email og
MSN login (ef annað en email)

Og ég svara um hæl með upplýsingum um hvernig er hægt að borga.

Ætli það sé nokkur spurning hvort að þessir ætli aftur á Wacken??
http://svakanaggar.com/wp-content/myndir/WackenOpenAir2006/normal_100_3957.JPG

Þorsteinn Kolbeinsson
RestingMind Concerts
http://www.restingmind.com
Resting Mind concerts