Svona til að byrja með:
Núna ætla ég að kynna ykkur fyrir melodeath/doom metal bandinu Daylight Dies. Þetta er bandarísk
hljómsveit og kemur frá North-Carolina en þeir eru taldir vera fysta ameríska bandið sem er undir svona miklum skandinavískum áhrifum. Þessa hljómsveit rakst ég á þegar ég var að leita að einhverju um nýjasta disk Killswitch Engage, As Daylight Dies á Google. Kom þá efst myspace-síða einhverrar hljómsveitar sem ég ákvað að fara innáog hlusta á lögin þeirra. Ég held samt að þetta sé ekki þekkt hljómsveit en hún hefur m.a. hitað upp fyrir Emperor og þeir félagar í Daylight Dies eru á leiðinni í tónleikaferðalag með Moonspell (Portúgal) og Katatonia (Svíþjóð) um Norður-Ameríku.
Sagan:
Í Norður-Karólínu árið 1996 ákváðu tveir félagar, trommarinn Jesse Haff og gítarleikarinn Barre Gambling að stofna hljómsveit saman. Þeir ákvaðu fljótt að nota nafnið Daylight Dies og þeir héldu áfram að spila saman í þrjú ár. Þeir sömdu efni og endaði það með því að þeir gáfu út demóið The Long Forgotten Demo. Þeir voru þó ekki með neinn almennilegan söngvara, en úr því var bætt og síðar er demóið Idle var gefið út af Tribunal Records. Maður að nafni Guthrie Iddings sá þá um söng en enn vantaði þeim mann á bassa. Enn leið tíminn og ári síðar var Egan O’Rourke genginn til liðs við tríóið. Relapse Records (Anal Cunt, Enslaved, Mastodon, Pentagram, Suffocation…) fengu áhuga á þeim félögum og gerðu síðan samning við þá stuttu síðar. Árið 2002 gáfu þeir félagar í Daylight Dies út sína fyrstu plötu, No Reply, eftir að Haff og Gambling höfðu verið að spila saman í 6 ár. Þess má geta að bassaleikarinn Egan sá um gítar, bassa og píanó á plötunni, hæfileikaríkur maður þar á ferðinni. No Reply, sem var með miklum doom-áhrifum, fékk mjög góðar viðtökur og sögðu mörg þekkt metaltímarit að þetta væri hljómsveit sem að ætti framtíðina fyrir sér. Dayligth Dies fylgdu No reply eftir með stórum túr um Holland, Belgía, Írland og Bretland í fylgd með Katatonia og náðu nokkrum vinsældum þar. Þeir túruðu síðan með engum öðrum en ítölsku meisturnum í Lacuna Coil um Kanada og Bandaríkin. Eftir No Reply-túrinn hætti söngvarinn Guhtrie Iddings og Nathan Ellis tók við af honum. Einnig kom nýr gítarleikar, Charley Shackelford til þess að auka breiddina. Árið 2005 snéri Daylight Dies sér til Candlelight Records (Emperor, Opeth, Insomnium, 1349, Gorgorith, Keep of Kalessin…) sem var stórt skref hjá þeim félögum. Núna í mars gáfu þeir síðan sína aðra plötu, Dismantling Devotion undir merkjum Candlelight. Eins og með No Reply ætla þeir að fylgja eftir Dismantling Devotion með túr og eiga þeir bókaðan túr um Norður-Ameríku með Katatonia (svíþjóð) og Moonspell (portúgal).
Núverandi meðlimir:
* Nathan Ellis - Söngur
* Barre Gambling - Rafmagns/kassagítar
* Charley Shackelford - Rafmagnsgítar
* Egan O'Rourke - Bassi og clean söngur
* Jesse Haff - Trommur
Útgefnar plötur:
* No Reply 2002
* Live at the Contamination Festival 2005
* Dismantling Devotion 2006
Myndband:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=TGIA6QXkRC0
Heimildir og aðrir linkar:
www.en.wikipedia.org/wiki/daylightdies
http://daylightdies.com/
http://ultimatemetal.com/forum/forumdisplay.php?f=225
http://www.darklyrics.com/d/daylightdies.html
www.myspace.com/daylightdies