Ég ákvað að skella mér á tónleika með Úlpu, Stjörnukisa og Theyer, theyer Thorsteinssyni (engin ábyrgð tekin á stabsetningunni) og var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast. Theyer var ágætis instrumental band en mér fannst frekar þreytandi til lengdar hvað sviðsljósið var á gítarleikaranum og fannst mér hann, þrátt fyrir augljósa hæfileika, hálf leiðinlegur á sviðinu. Á vegginn fyrir ofan var svo varpað einhverri austur-evrópskri sýruklámmynd sem virtist aðeins vera gerð til að sýna afturendann á mjög svo krumpuðum karli. Enginn bóner þar á ferð heldur bara sviði fyrir augun!
Stjörnukisi kom næstur og átti ágætt kvöld en því miður missti ég af því mestu þar sem í staðinn fyrir austur-evrópsku sýruklámmyndina þá kom lesbískt þrísom með hundi!!! Í fyrsta skipti á æfinni fékk ég hálsríg við að horfa í gólfið!
Að lokum kom Úlpa og bjargaði kvöldinu. Þeir spiluðu mjög svo fallega tónlist af mikilli innlifun og svo fengu þeir líka bestu klámmyndina þar sem allir þátttakendur voru homo sapien sapien.