Ég man að ég kynnti mér þetta band aðeins þá, hlustaði á tóndæmin og fannst ansi mikið til koma, án þess að vera alveg heillaður. Ítalskar sveitir eru mýmargar í heimi þessum og er powermetall og melódískur metall mjög vinsæll á Ítalíu eins og sveitir eins og Rhapsody (of Fire), Labyrinth, Secret Sphere, Lacuna Coil og mun fleiri bera vitni um.
Raintime spilar aggressive powermetal, þar sem þeir blanda saman clean og growl söng að einhverju leyti með clean sönginn mun meira áberandi. Menn hafa nefnt eftirfarandi sveitir sem áhrifavalda: Soilwork, Mercenary, Angel Dust, Children of Bodom, Evergrey, Eldritch, Black Symphony og Into Eternity.
Stuttu eftir útkomu Tales of Sadness fór Arise Records á hausinn og Raintime urðu fyrir vikið heimilislausir. Það sem hefur gerst núna er að sveitin hefur tekið upp næstu plötu sína. Þrátt fyrir að vera langt frá því að koma út, er platan tilbúin og bandið að leita að útgáfusamning. Þeir sendu eintak á ProgPower USA festivalið sem urðu svo ánægðir með innihaldið að innan tveggja sólarhringa voru þeir búnir að staðfesta bandið sem opnunarband á ProgPower USA í september á næsta ári.
Hið merkilega er að Glenn, maðurinn á bakvið ProgPower USA, hefur ALDREI staðfest og tilkynnt band svona snemma. Þetta er það sem kallinn sagði um málið:
“I received an advance copy of an album that is currently being shopped around to the labels. It has simply kicked my ass like nothing has in a long while. In fact, I confirmed the band within 48 hrs of hearing the disc. The only time I have done that in the past is with Circus Maximus. I think it's that damn good. In fact, I believe in the band so much that I want to help them get a record deal based on the good buzz I believe it will generate.”
“Their first disc is out of print. I will admit that I liked the disc, but didn't fall in love with it. I think the new one has taken them to a different level.”
Glenn er búinn að setja upp þrjú tóndæmi af þessum disk á heimasíðu hátíðarinnar, þar af eitt lag í fullri lengt og tvö önnur styttri tóndæmi.
Ég segi fyrir mitt leyti að ég er hjartanlega sammála Glenn og þessi tóndæmi eru alveg frábær. Raintime er ein af tónlistaruppgötvunum ársins að mínu mati. In your face powermetall.
Tékkið á þessu:
Rolling chances - http://progpowerusa.com/mp3/Raintime-Rolling_Chances.mp3
Finally me (sample) - http://progpowerusa.com/mp3/Raintime-Finally_Me_sample.mp3
Flies and Lies - http://intromental.com/raintime/raintime.mp3
Resting Mind concerts