Langar þig ódýrt á tónleika í Hollandi? Var að reka augun í eftirfarandi á heimasíðu Flugleiða

Amsterdam - kr. 23.375,- (venjulegt verð: 35 þús)
4.október - 7.október

KEF - AMS (FI502)
AMS - KEF (FI503)

Innifalið: flug, flugvallarskattar

502 - 07:45/12:55
503 - 14:00/15:10

————–

Þetta passar alveg frábærlega vegna þess að þessa helgi er ProgPower Europe hátíðin í Hollandi, 5.-6. okt, auk annarra mjög áhugaverða tónleika 4. okt. Ég verð á öllum þessum tónleikum.

Þetta er alveg klæðskerasniðið fargjald!!

Tónleikar 4. október í 013, Tilburg
Zero Hour / Sun Caged / Arabesque
Miðaverð: 15 NLG ( 630 krónur)

Þessar þrjár hljómsveitir eru allar frábærar, og ég hlakka mikið til að sjá þessa tónleika. Zero Hour eru frá USA og spila technical metal, ekki ósvipað Spiral Architect, þó ekki eins technical (www.zerohourweb.com). Sun Caged er Progressive Metal hljómsveit frá Hollandi og eru mjög svo impressive. www.suncaged.com eða www.mp3.com/suncaged fyrir nokkur mp3. Arabesque eru einnig frá hollandi og hafa á að skipa tveimur söngkonum. Þeir spila aðeins léttara progressive metal, en þó mjög þétt og gott.

ProgPower 5.- 6. okt:
Eftirtaldar hljómsveitir spila:
Laugardagur 5. október:
Pain Of Salvation (swe)
Superior (ger)
Zero Hour (USA)
Silent Edge (hol)

Sunnudagur 6. október:
Anathema (uk)
Vanden Plas (ger)
Into Eternity (can)
Poverty's No Crime (ger)
Wolverine (swe)
Anomaly (hol)
Andromeda (swe)

Miðaverð: 70 NLG (uþb. 3000 krónur)

Það er í raun ekki hægt að biðja um mikið betri dagskrá, fyrir tónleika þrjá daga í röð. Einnig vek ég athygli á því að á öllum þessum tónleikum geri ég ráð fyrir því að hljómsveitarmeðlimir gangi um meðal tónleikagesta á meðan hinar sveitirnar eru að spila.

So, þriggja daga tónlistarveisla í Hollandi fyrir ekki meiri pening. Vonandi að einhverjir kíki á þetta.

Þorsteinn
Resting Mind concerts