
Tökum Skífuna til dæmis…eina tónlistin sem þar er hægt að finna er píkupopp fyrir utan einstaka góða geisladiska hjá metalinu. Það er bara ætlast til að maður hlusti ekki á annað en Britney Spears og Jennifer Lopez. Hvernig stendur á því að það er aldrei hægt að finna neina góða geisladiska hér á litla Íslandi?
Ég veit ekki hversu oft ég hef farið í skífuna í leit að hinum ýmsu geisladiskum, en nei, þeir eru aldrei til.Þá hef ég tekið mig til og rölt á aðra staði sem selja geisladiska en aldrei finn ég það sem ég er að leita að. Sem dæmi má nefna að á árunum 2003-2005 fann ég ekki fleiri en 3 geisladiska með einum af mínum uppáhaldshljómsveitum; Cradle of Filth…3 diska…af öllum þeim diskum sem sú hljómsveit hefur gefið út.
Í þau fáu skipti sem ég finn það sem ég er að leita að liggur við að ég gráti úr gleði. “Loksins, loksins” hugsa ég…“eftir 6 ára leit og hér er hann”…og síðan brosi ég geðveikislega!
Eftir margra ára þolinmæði hef ég gefist upp. Hingað og ekki lengra. Héðan í frá nota ég ebay…