Hvað er málið með geisladiskaúrval á Íslandi? Ef tónlist er ekki spiluð á útvarpsstöðum eins og fm957 þá er ómögulegt að fá geisladiska með þeim!
Tökum Skífuna til dæmis…eina tónlistin sem þar er hægt að finna er píkupopp fyrir utan einstaka góða geisladiska hjá metalinu. Það er bara ætlast til að maður hlusti ekki á annað en Britney Spears og Jennifer Lopez. Hvernig stendur á því að það er aldrei hægt að finna neina góða geisladiska hér á litla Íslandi?
Ég veit ekki hversu oft ég hef farið í skífuna í leit að hinum ýmsu geisladiskum, en nei, þeir eru aldrei til.Þá hef ég tekið mig til og rölt á aðra staði sem selja geisladiska en aldrei finn ég það sem ég er að leita að. Sem dæmi má nefna að á árunum 2003-2005 fann ég ekki fleiri en 3 geisladiska með einum af mínum uppáhaldshljómsveitum; Cradle of Filth…3 diska…af öllum þeim diskum sem sú hljómsveit hefur gefið út.
Í þau fáu skipti sem ég finn það sem ég er að leita að liggur við að ég gráti úr gleði. “Loksins, loksins” hugsa ég…“eftir 6 ára leit og hér er hann”…og síðan brosi ég geðveikislega!
Eftir margra ára þolinmæði hef ég gefist upp. Hingað og ekki lengra. Héðan í frá nota ég ebay…