In Flames - Come clarity
Ég vill gera fyrstu greinina mína hér á huga um nýjasta diskinnhjá einni af mínum uppáhalds hljómsveitum. IN FLAMES
Diskurinn heitir Come Clarity og hann var gefinn út 7 Febrúar árið 2006 af fyrirtækinu Nuclear Blast http://www.nuclearblast.de/
En ég ætla að hafa þessa grein sem svona stigagjöf á lögunum og segja aðeins frá þeim.
Platan er mjög blönduð gömlu og nýju efni frá In flames,
——————————————————————————–
01. Take This Life
Þetta lag er að mínu mati GEÐVEIKT gott (eins og mörg önnur af þessum disk).
En ég fýla svona þegar lög eru þung og svo koma svona róleg viðlög.
Ég einfaldlega fýla þetta lag í botn, og mér finnst bassinn mjög flottur í þessu lagi.
Ég gef þessu lagi einkunnina 9 af 10, einfaldlega því ég lifi mig mjög inní þetta lag.
02. Leeches
MJög flott lag, ég elska bara sönginn í Anders í þessu lagi.
Geðveikt flott viðlagið í þessu, og töff röff gítar í þessu lagi, og frekar melódískur. Og flott sóló í þessu lagi.
Gef þessu lagi 8.5 af 10
03. Reflect the Storm
MJög rólegt lag, melódískt, en samt koma alveg harðir partar. Ég hef ekki eins mikið að segja um þetta lag og ég vildi að ég gæti.
Ég fýla þetta lag bara í tætlur.
10 af 10
04. Dead End
Þetta er fjórða lagið sem In flames taka upp ásamt sænsku söngkonunni Lisu Miskovsky (hin eru “Everlost pt.2”, “Metaphor” og “Whoracle”).
Mér finnst þetta töff lag, mjög flott á alla vegu, Lisa passar mjög vell inní þessa tónlist, þó hún minni mig mikið á söngkonu Evanescance (sem ég fýla lítið)
7.5 af 10
05. Scream
Að mínu mati ekkert spes lag, hlusta á það voða sjaldan, get þó stundum lifað mig inní það.
En hins vegar ágætis viðlag í þessu, annars ekkert framúrskarandi.
6 af 10
06. Come Clarity
MJög flottur texti.
Þegar ég hlustaði á lagið fyrst (á leið í flugvél frá danmörku til íslands) þá hætti ég ekki og var með það á repeat alla leiðinna heim.
Og ég er enn ekki kominn með leið á þessu lagi, ég bara dýrka það. Viðlagið er mjög flott og djúpt einhvernveginn (verð mjög hugsinn við það).
Þetta er eitt besta lag sem ég hef á ævinni heyrt, þó ég hafi nú heyrt þónokkur.
10 af 10
07. Vacuum
Mér finnst þetta mjög gott lag, en ekki framúrskarandi. Gítarinn og hljómborðið sem koma eftir viðlagið finnst mér ekki passa inní lagið.
En leið og hljómborðið hættir þá finnst mér gítarinn mjög flottur.
Annars líður mér eins og ég sé að flýta mér voða mikið þegar ég hlusta á þetta lag, en engu að síður mjög gott
7 af 10
08. Pacing Death´s Trail
Þetta er mjöög gott lag, ég hlusta á þetta oft, elska gítarinn í byrjunninni og alveg að endanum. Viðlagið í þessu lagi er ekki eins og hin, róleg og hæg, heldur er lagið á góðri ferð allan tímann.
9 af 10
09. Crawl Through Knives
Þetta er eitt besta lagið á disknum, ég mæli með að hlusta á þetta lag, mjög flott allan tímann.
Rólegt viðlag og svo fylgir melósídk spilun á eftir. Söngurinn er framúrskarandi, og allir í hljómsveitinni bara. Frábært lag.
9.5 af 10
10. Versus Terminus
Alveg ágætt lag, en eitthvað sem ég fýla ekki voða mikið þarna. Hef ekki mikið að segja um þetta lag.
5 af 10
11. Our Infinite Struggle
Fínt lag, mjög flottur söngurinn (eins og oftast). En svo kemur allt í einu rólegur partur, sem mér finnst engann veginn þurfa að ver þarna.
LAgið væri flottara ef það væri allan tímann á fullu.
6 af 10
12.Vanishing Light
Gott lag, mjög flottur gítar, og viðlagið fínt.
Og það er eitthvað við trommurnar sem ég elska, en annars mjög gott lag, og ég hlusta frekar oft á það.
En ég hef ekki mikið annað að segja um þetta lag.
8 af 10
13. Your Bedtime Story Is Scaring Everyone
Þetta er frekar langdregið lag, en kemur smá partur í miðjunni á laginu.
Það er bara hljómborð að spila eiginlega allan tímann, svo alltíeinu kemur gítar og trommur og basi inní, og fyrst þegar ég hlustaði þá var ég með lokuð augun.
Og það var allt hljóðlátt, og maður róaðist algjörlega af laginu, en svo byrjar spilunin og ég hrökk heiftarlega upp við það og brá smá.
4 af 10 þar sem þetta er eiginlega of langdregið lag, eitthvað sem ég mundi aldrei vilja heyra á t.d. tónleikum með þeim
—————————————————————————————————————–
En eins og allir sjá þá er ég ekki að spara stigin mikið, en ég er bara gífurlega mikið fyrir In flames, sérstaklega þennan disk
En þetta er fyrsta greinin mín á huga, og vonandi verður hún samþykkt, og endilega segið ykkar álit á þessari grein-
hvað ég get bætt og hvað ég má sleppa ef ég kem með fleiri svona “stigagjafir”.
Ég reyndi að vanda stafsetninguna eins og ég gat, en ef það eru villur þá bara bið ég ykkur vinsamlegast að hundsa þær.
Takk fyrir mig - leverpostej
Eitt stutt brot tekið af http://en.wikipedia.org/wiki/Main_Page
og heimasíða In flames er www.inflames.com