Þeir sem þekkja hljómsveitina Dream Theater kannast væntanlega við þrjá meðlima þessarar sveitar, nefnilega þá
Mike Portnoy - trommur
John Petrucci - gítar og
Jordan Rudess - hljómborð
Við þetta bætist svo
Tony Levin - bassi, chapman stick og NS standandi rafmagnsbassi
Þetta er instrumental hljómsveit, enginn söngvari.
Dömur mínar og herrar, það er mjög ólíklegt að það fyrirfinnist hópur af betri tónlistarmönnum en einmitt þeim sem skipa þessa hljómsveit.
Sveitin hefur gefið út tvær plötur, LTE I og LTE II (frumlegt :), báðar með um 70 mín af stanslausri progressive metal tónlist.
Þegar ég segi Progressive metal, hvað er það þá sem ég er að meina? Jú, það sem progressive metal inniheldur, er í raun allt og ekkert. Eina mínútuna geturðu verið að hlusta á lag sem er bylmings þungarokkslag, og hina næstu er lagið allt í einu farið út í hardcore djass og svo hina næstu spánska flamengo tónlist og svo aftur út í þungt rokk. Allt er leyfilegt í progressive metal, jafnvel dauðarokk (þó svo að LTE innihaldi ekki slíkt, enda enginn söngvari).
Á LTE I er að finna lag sem er svo langt að það skiptist yfir í 5 lög á geisladisknum (lag nr. 9-13). Það heitir “Three Minute Warning” og fyrir neðan það stendur: “Caution: ”Three Minute Warning“ is not for the musically faint-hearted, impatient, or critics of extreme self-indulgence. If you fall into the above mentioned category, please hit the stop button on your CD player after track 8.” Enda skiljanlegt, því lagið er ekki nema 28 mínútur!
Hin lögin á disknum eru allt frá 2 mín og upp í 9 mín.
Á LTE II er svo lag sem heitir “When the Water Breaks”, sem er ekki nema 17 mín. Lagið “Chewbacca” er svo 14 mín og “Liquid Dreams” er 11 mín.
Já, Liquid Tension Experiment er svolítið sérstakt, en margir myndu kalla svona tónlistarfyrirbæri bara algjört wank-off, en believe it or not, þá er nóg af grípandi laglínum í lögum þessarra snillinga (og ég held að það sé avleg óhætt að kalla þessa tónlistarmenn snillinga, ef ekki bara hreinlega töframenn).
Endilega kíkið á þetta. You're whole way of thinking what metal music is, will certainly change!
http://www.magnacarta.net/bands_profile.asp?Band_ID=16
Resting Mind concerts