Manticora er sveit sem er mér kær, enda hef ég sofið í húsi söngvarans alloft á minni lífsleið (enda er hann hot - hehe).

Að öllu gamni slepptu er þetta sveit sem á miklu meira lof skilið en hún hefur áskotnast í gegnum árin - mjög vanmetin sveit. Þessi danska sveit gaf út plötuna 8 Deadly Sins 2004 og hef ég hlustað á hana alloft síðan þá. Ég festi kaup á plötunni á Wacken og var að skella henni í og þá rifjaðist upp fyrir mér hvað þetta er góð plata. Svipað var uppá teningnum með plötuna þar á undan, Hyperion, sem er einnig rosaleg plata.

Tónlistin er power-metal af bestu gerð, ekkert ósvipuð Blind Guardian í stíl (fyrir utan sönginn), melódiskt thrash, með áherslu á melódíur. Tónlistin er virkilega “þykk” - tekur nokkrar hlustanir að síast inn. Ég er t.d. að upplifa diskinn núna mun betur en mig minnti að hann hafi verið. Sándið er BIG, alveg killer - hits you right in the face.

Samanburðurinn við Blind Guardian er einnig til staðar í harmóníum, sem bandið tekur fyrir nokkrum sinnum. Það er það sem bandið á sammerkt með BG hvað söng varðar, því söngvari sveitarinnar Lars Jensen, er töluvert frábrugðinn Hansi Kursch í BG.

Ný plata er á leiðinni frá köppunum og heitir hún “The Black Circus Part 1 - Letters”.

Hægt er að nálgast fullt af tóndæmum frá sveitinni á slóðinni:

http://www.manticora.dk/mtc_player/mp3player.html

en fyrstu 3 lögin eru af nýju plötunni. Næstu 2 eru af 8 Deadly Sins. Hin lögin eru af fyrri verkum sveitarinnar.

Check it out.
Resting Mind concerts