Tool er ein af þessum hljómsveitum sem hafa aldrei staðið í stað og hafa alltaf upp á eitthvað nýtt og einstakt að bjóða. Tónlist þeirra hefur þróast frá plötu til plötu, frá “venjulegri” prog-rock hljómsveit (Opiate, og að vissu leiti á Undertow), yfir í fágaða reiða, hugsandi og einlæga tónlist.
10.000 Days, nýjasta útspil þessara Californiu-sýru-hausa, heldur þróun þeirra við og ber okkur inn á nýjar slóðir.
Lagasmíðar þessarar plötu bera merki þroskaðra tónlistarmanna sem skilja tilgang hvers hljóðfæris fyrir sig á hverjum tíma og hvernig þau eiga að vinna saman til að bæta heildina.
Á köflum er þessi plata þyngri en fyrri verk sýruhausanna en á köflum melódískari, einlægari og nákvæmari en einkennist líka af einfaldari hljóðfæraleik. Þó svo að uppbygging laga og andrúmlofts sé enn þeirra aðalsmerki.
Söngur Maynards og textar eru einfaldlega óviðjafnanlegir (sama má segja um trommuleik Dannys).
Hér fylgjumst við með reiðum manni kvarta undan því að við lifum í gegnum sjónvarp (fréttir, ‘raunveruleika’ kjaftæði) í laginu ‘Viacarious’, heyrum hrærðan og einlægan söng um það hve heimskulega við notum það sem er á milli eyrnanna í jambi, reiðan ringlaðan og einbeittan söng um hræsni samfélagsins í ‘The Pot’.
Þeir sem þekkja til vita að ég hef ekki minnst á ‘Roseta Stoned’ né ‘Wings for Marie pt1/10.000 Days’, en það er einfaldlega vegna þess að mínu mati er nauðsinlegt að fólk uppgötvi sjálft hvað þessi meistaraverk fjalla um, en ég skal benda á að Roseta Stone var sá stein sem gerði okkur (nútíma manninum) kleyft að lesa hýróglífur faróana.
Ef þið þekkjið Tool fyrir og þið hafið fallið fyrir reiði þeirra þá eru eingöngu nokkrir partar af þessari plötu fyrir þig.
En ef það er Tool sem er alltaf að vaxa og fara ótroðnarslóðir sem þið eruð að leita að, þá get ég lofað því að þessi plata er ykkar miði til Arizona Bay.
Að mínu mati besta verk þessara óviðjafanlegu tónlistarmanna og stórskemmtilegu sýruhausa.
Kv.
Andskoti