Saga Iron Maiden á sér uppruna milli áranna 1972-1973, Þegar Steve Harris (bassaleikari) var í sinni fyrstu hljómsveit Gupsy’s kiss, fimm manna hljómsveit.
Þeir spiluðu sína fyrstu tónleika á bar sem hét Cart & Horses sem Steve hafði farið til að sjá aðrar hljómsveitir.
Gupsy’s Kiss spiluð 5 tónleika saman, þeir spiluðu þrisvar á Cart & Horses og tvisvar á bar sem hét Brigde house.
Síðan hætti þeir, Steve fór í prufu hjá annari hljómsveit sem hét Smiler (1974-’75) þar sem Steve hittir Doug Sampson (trommari) og Dennis Willcock (söngvari) og fleirri meðlimi hljómsveitarinnar.
Steve var þá kominn í hljómsveitina Smiler allt gekk vel hjá þeim tónleikar, á þessum tíma byrjaði Steve að semja meira, en meðlimir Smiler voru ekki ánægðir með það sem hann samdi, hann var ekki á sömu hillu og þeir.
1975-‘76
Svo Steve Harris hættir í Smiler og býr til sína eigin hljómsveit Iron Maiden og fær þá Dave Sullivan og Terry Rance (gítarleikarar) Ron ‘Rebel’ Matthews (trommuleikari) og Paul Dan (söngvari).
Fljótt byrjuðu þeir að spila á tónleikum en það komu ekki margt fólk en fór fljótt fjölgandi. Um veturinn ’75 tóku þeir þátt í hæfileika keppni í Queens Theater, þeim gekk mjög vel en lenntu í öðru sæti.
Þeim gekk mjög vel þeir voru að semja það sem þeir vildu en voru ekki allveg vissir með Paul hann var góður söngvari en sviðsframkoman hans var hræðileg hann fraus á sviðinu, Svo þeir ráku hann. Svo þeim vantaði nýjan söngvara þá kom til þeirra Dennis Willcock sem hafði verið með Steve Harris í Smiler, hann var með frábæra rödd og góða sviðsframkomu.
Iron Maiden voru þá orðnir 5 aftur. Þetta “line-up” stóð ekki lengi yfir þeir voru ekki eins og áður svo þeir ráku Terry og Dave og í staðinn kom til þeirra Dave Murray og Bob Sawyer (gítarleikarar).
Line-up : Steve Harris : Bob Sawyer : Dave Murray : Dennis Willcock : Ron Matthews
Dennis líkaði ekki við Bob og ekki heldur Dave svo þeir voru reknir eftir að hafa verið í hljómsveitinni í nokkra mánuði, einnig ráku þeir Ron.
Eftir það voru þeir bara tveir Steve og Dennis, en fljótlega fengu þeir þrá nýja meðlimi Tony Moore (hljómborð) Terry Wapram (Gítar) Barry ‘Thunderstick’ (trommur). En Barry var ekkert sérstakur trommari hann missti taktinn og klúraði stundum heilum lögum á tónleikum svo þeir ráku hann.
Maiden var ekki sama hljómsveitin með hljómborðsleikara svo þeir ráku Tony Moore.
Eftir Þetta voru þeir þrír Steve, Dennis og Terry og þá hafði Dennis fengið nóg og hætti,. Þannig að Steve og Terry ákvaðu að taka sér nokkra mánuði í að finna sér góða meðlimi og line-up sem myndi haldast nokkuð vel saman.
Eftir nokkra mánuði kemur Doug Sampson sem Steve hafði verið með í Smiler og Dave Murray kom aftur en Terry var ekki ánægður með að fá Dave því hann vildi ekki spila með öðrum ‘lead’ gítarleikara og Steve lét það ekki stöðva sig og Terry var rekinn.
Svo þeir voru bara þrír eftir Steve, Doug og Dave.
Þeir voru byrjaðir að leita af söngvara og gítarleikara og hittu þeir Paul Di’Anno sem var frábær söngvari og var frábær á sviði.
1977
Steve Harris : Doug Sampson : Paul Di’Anno : Dave Murray
Þótt að þeir voru komnir með fjögra manna line-up voru þeir enþá að leita af öðrum gítarleikara.
Á þessum tíma breyttust mörg lög eins og Iron maiden lagið sem þurftu að hafa 2 gítarleikara svo Steve þurfti að spila einn gítarinn á bassan sem kom ekki eins vel út.
Á tónleikum árið ’77 fóru þeir að græða en ekki svo mikið en höfðu efni á ýmsum hlutum þar á meðal Eddie sem var þá Haus fyrir ofan trommarann og úr munninum á grímunni kom reykur.
Þeir fengu loks gítarleikara að nafni Paul Todd en hann var bara viku í hljómsveitinni því hann notaði allan sinn frí tíma til að hanga með kærustunni sinni og gat þá ekki verið í hljómsveitinni, þeir fundu svo fljótt annan að nafni Tony Porsons sem var í hljómsveitinni í nokkra mánuði, hann var mjög góður en einn daginn hætti hann bara.
Þeir reyndu að finna annan og eftir nokkra mánuði kom annar sem var kallaður ‘Mad Mac’ hann kom frá skotlandi og var mjög góður gítarleikari en fraus á sviðinu og hætti bara að spila svo það gekk ekki allveg svo þeir ráku han, á þessum tíma voru þeir búnir að reka 3 g+itarleikara og ekki allveg að ganga hjá þeim.
Þeir voru orðnir 4 aftur, Steve, Doug, Paul og Dave. Um veturinn ákváðu þeir að eyða peningnum sínum sem var kominn eftir nokkra tónleika að eyða því að fara í stúdíó að taka upp nokkur lög. Þeir fóru í stúdíó hjá Spaceward studios í Cambridge og tóku upp smáskífuna The Soundhouse tapes platan kom síðan út 30. Desember 1978 og inniheldur lögin Prowler, Iron maiden og invasion.
Þeir fóru síðan með þessa upptölu til manns af nafni Neal Kay (metal DJ) og báðu hann um að spila upptökuna eitthvað kvöld á skemmtistaðnum sem hann var oft á. Eitt kvöld setur Neal plötuna í og fólkið í salnum gjörsamlega tryltist þessi tónlist var rosaleg og fólk hugsar með sér hverjir þetta séu eiginlega? Svo lagið Prowler kom No 1 á heavy metal chart plötu (mix diskur).
Þeir voru ánægðir með þetta. Steve fer með upptökuna til manns að nafni Rod Smallwood. Honum líkaði tónlistinni og ákvað að kíkja á tónleika með þeim á The Swan, Hammersmith en daginn áður var Paul handtekinn svo Steve þurfti að syngja á þessum tónleikum. Rod fannst þetta allt í lagi og fannst það frábært að Iron Maiden hafi spilað þetta kvöld án söngvara. Rod talaði við Steve um að reyna að fá samning hjá einhverjum plötu fyrirtæki og Steve var til. Steve sagði svo við aðra meðlimi hljómsveitarinnar að hingað til hefði þessi hljómsveit verið áhugamál en núna orðin alvara.
Rod var orðin umboðsmaður Iron Maiden og hjálpaði þeim að komast áfram. Þeir byrjuðu að selja The Soundhouse tapes á tónleikum og draumur var orðin af veruleika.
Rod fór og talaði við mann sem hét Brian Shepherd og vann hjá A&R EMI Record company. Brian leist vel á Maiden og tóku þá ákvörðun að eyða peningnum sínum á Maiden. Svo EMI gerði samning við Iron Maiden í Nóvember ’79 samning um þrjár plötur í minnsta lagi.
Eftir nokkra voru þeir á tónleikaferðalagi um England og á þessu ferðalegi gafst Doug upp hann var ekki að lifa heilbrigðu lífi, hann lifði á rusla mat, sígarettum og áfengi og bjó í sendiferðabíl sem átti aldrei eftir að fara vel með hann. Rod og fleirri sáum að hann var ekki að höndla ferðalegið svo að Doug ákvað að hætta.
Stuttu seinna kom þessi gítarleikari sem þeir höfðu verið að leita af í marga mánuði, maður að nafni Dennis Stratton, hann byrjaði í Iron Maiden rétt fyrir upptökur á fyrstu breiðskífu hjá Maiden. Denni vissi að Iron Maiden vantaði trommari og hafði verið í sambandi við trommara sem hét Clive Burr og bauð honum að koma í prufu og hann var kominn í Iron Maiden. Eftir margra mánaða bið voru þeir loks full skipuð hljómsveit eins og þeir vildu Steve Harris, Dave Murray, Paul Di’Anno, Clive Burr og Dennis Stratton.
Í Desember ’79 tóku þeir upp sína fyrst breiskífu. Þegar upptökur voru búnar fengu þeir mann sem hét Derek Riggs og hann teikanði fyrir þá Eddie á plötu umslagið og Steve líkaði það mjög vel. Hins vegar fannst Steve platan ekkert sérstök og fannst að hún hefði geta orðið betri.
Stuttu seinna tóku þeir upp sitt fyrsta tónlistar myndband og var með laginu Woman in uniform sem hefur einungis komið út á smáskífu með Iron Maiden.
Þeir voru orðnir mjög vinsælir í Englandi en þurftu að stækka hringinn og fóru á ferðalag um Evrópu og um Bandaríkin. Í Bandaríkjunum fóru þeir á ferðalag með Kiss sem hjálpaði þeim mikið því Kiss var ein stærsta hljómsveit Bandaríkjanna og margir fóru að sjá Kiss og sá þá einnig Iron Maiden svo þetta ferðalag var mjög mikilvægt. Eftir ferðalagið var aðdáenda hópur Iron Maiden orðin mjög stór.
Eftir ferðalagið héldu þeir áfram að semja, Steve talaði við Dennis um hvernig tónlist hann var að semja og var ekki allveg á réttum nótum um hvernig tónlist þeir voru að spila, svo Dennis hættir og Iron Maiden fá strax nýjan gítarleikara sem hét Adrian Smith og var frábær gítarleikari. Dave hafði þekkt hann síðan að hann var 15 ára, Dave og Adrian höfð verið í hljómsveit áður saman. Dave bauð Adrian í prufu hjá Maiden en var enþá í hljómsveit sem hét Urchin sem var ekkert að ganga vel, svo hann hætti í Urchin og byrjaði að spila með Iron Maiden.
1980 – 1981
Steve Harris : Adrian Smith : Dave Murray : Clive Burr : Paul Di’Anno
Janúar 1981 byrjuðu þeir á sinni annari breiðskífu og þeir höfðu bara nokkra mánuði í að semja lög og taka upp, Þessi platan var ekki eins og sú fyrri á þessari plötu kom Martin Birch sem hafði unnið með hljómsveitum eins og Deep Purple og Black Sabbath. Þessi plata fékk nafnið ‘Killers’ og eftir að platan kom út fóru þeir á ferðlag aftur.
Seinna árið 1981 voru teknir upp þeirra fyrst alvöru tónleikar (Live at the Rainbow).
Seinni hluta ferðalagsins þegar þeir voru í Þýskalandi byrjaði Paul að verða óhamingjusamur og langaði að fara heim. Suma tónleika vildi hann ekki koma á svið hann var orðin þunglyndur. Hann gat ekki ráðið við ferðalagið útaf notkun eiturlyfja og mikilar drykkju, svo Paul varð að hætta.
Þeir fengu þá annan söngvara sem hét Terry Slesser hann var mjög góður söngvari en gat ekki sungið sum lögin.
Þeir höfðu verið í sambandi við mann að nafni Bruce Dickinson hann var frábær söngvari og var frábær á svið, hann var því miður í annari hljómsveit sem hann vildi helst ekki hætta í en þeir voru að ýta á eftir honum að hætta, svo loks hætta og byrjaði í Maiden.
1981-1982
Dave Murray : Bruce Dickinson : Steve Harris : Clive Burr : Dennis Stratton
Eftir að Bruce var kominn í Maiden byrjaði Adrian að semja miklu meira því hann hafði aldrei sest niður með söngvari og samið sem gekk mjög vel með Bruce.
Seinna árið 1981 byrjuðu þeir að taka upp sína þriðju breiðskífu ‘Number of the Beast’ og Martin hjálpaði þeim áfram með að vinna við plöturnar. Lögin á þessari plötu voru frábær, plötu umslagið var rosalega vel gert. Þegar platan kom síðan út árið 1982 fór hún strax í fyrsta sæti breiskífu listans í Englandi. 1982 fóru þeir annað ferðalag um Evrópu til að stækka hóp aðdáenda sinna og tóku upp sína aðra tónleika í Hammersmith Odeon.
Þeir töluði síðan við mann sem vann við Óperur í Englandi og spurðu hann hvort hann gæti gert fyrir þá stórt vélmenni sem þeir myndu nota sem eddie, þeir vildi bæta sýninguna sína og verða stærri þeir fengu þetta vélmenni og þetta var eins og draumur fyrir þá.
Desember 1982 spilaði Clive burr sína síðust tónleika með Iron Maiden og sagðist ekki hafa meira úthald í fleirri ferðalög.
Þeir fengu þá til sín nýjan trommara sem hét Nicko McBrain sem var frábær trommari.
1982-1990
Steve Harris : Dave Murray : Nicko McBrain : Bruce Dickinson : Adrian Smith
Janúar 1983 fóru þeir til Jersey og byrjuðu að semja sína fjórðu breiðskífu. Allt gekk mjög vel eftir að Nicko kom til þeirra. Maiden fékk nýjan stíl sem hafði að vísu ekki breyst mikið. Þeir komu saman nokkrum lögum og tóku þau upp.
Þeir fóru að huga af plötu umslaginu og Steve kom með hugmyndina af Eddie inní Herbergi hlekkjaður við veggina. Síðan fundu þeir nafnið Piece of Mind á bar í Jersey sem hljómaði mjög vel.
Þeir fóru á ferðalag 1983 “The World Piece Tour” og spiluðu alls 140 tónleika. Á ferðalagi tóku þeir upp tónleika í Rainbow.
Fólk sem hafði komið við sögu Iron Maiden.
Söngvarar:
Bruce Dickinson
Paul Di’Anno (’77-’81)
Paul Dan (’75-’76)
Gítarleikarar:
Adrian Smith
Dave Murray
Dennis Stratton (’79-’80)
Terry Wapram (’77)
Bob Sawyer (’76)
Terry Rance (’75-’76)
Dave Sillivan (’75-’76)
Bassaleikari:
Steve Harris
Trommarar:
Doug Sampson (Smiler ’74-’75, Iron Maiden ’77-’79)
Nicko McBrain (’82-‘)
Clive Burr (’79-’82)
Ron Matthews (’75-’76)
Hljómborð
Tony Moore (’76)
Heimildir eru af DVD disknum “The early days: Part 1 – Iron Maiden”
UP THE IRONS!