Evergrey - In search of Truth... plata ársins!? og er samt ennþá ekki komin út.

Mér tókst samt að næla mér í öll lögin af disknum á mp3 formati fyrir nokkru, eftir að ég var gjörsamlega töfraður úr skónum þegar ég heyrði í nokkrum lögum af plötunni fyrir nokkru.

Evergrey er hljómsveit sem kemur frá Gautaborg í svíþjóð, og þó svo það sé höfuðborg melódíska dauðarokksins, þá spilar Evergrey ekki dauðarokk, heldur melódískt en þungt þungarokk. Þó er tónlist þeirra með slatta samt af þessum trademark Gothenburg metal stíl, sem þýðir að hér um eitthvað dungeons and dragons metal að ræða, heldur ósvikið, drungalegt þungarokk, dark and haunting. Textagerð þeirra er hægt að lýsa sem áhrifaríkri og tilfinningahlaðinni, sem fær hlustandann/lesandann til að trúa að textahöfundur sé að lýsa átakanlegri og þjáningarfullri persónulegri reynslu sinni.

T.d. í laginu Words Mean Nothing af plötunni Solitude*Dominance*Tragedy (ég hef ekki textana af nýju plötunni):

My sanity has left me
My trust died with you
What is left are only pieces
My tears fall for you

So I place the roses
So gently on your grave
And I still remember
I can feel the flames
And I know I have failed
And my promises nothing worth
I see it all so clear
But my words mean nothing

og í laginu Damnation:

All is gone
And my soul screams sorrow
All is lost
As I shiver for tomorrow

I want to see this sorrow end
I want to feel joy again
The deamons inside are here to stay
And life as know fades away

Will the wounds in me never heal
The scares you left always be
Dare you turn behold
The hurt you've done
All I wish for you is Damnation


Hljómsveitin hefur gefið út tvær aðrar breiðskífur,
The Dark Discovery og
Solitude*Dominance*Tragedy
sem hafa áunnið hljómsveitinni stóran fanbase.

Persónulega finnst mér nýjasta platan toppa hinar gjörsamlega sem er svolítið mikilsvert, í ljósi þess að S*D*T er frábær plata. Það kæmi mér alls ekki á óvart ef að Evergrey verði næsta stóra nafnið í Progressive/Power Metal geiranum.

In Search of Truth er concept plata, sem á mjög svo átakanlegan máta fjallar um alien abduction og fylgir lífi persónu sem verður fyrir þeirri reynslu. Það er fullt af töluðum pörtum á þessari plötu, sem lýsir ennfrekar því sem aðalpersónan er að ganga í gegnum.

Í laginu Different Worlds er aðalpersónan hálfgrátandi og segir/hugsar eftirfarandi með ekka og grátstafina í kverkunum (ótrúlega áhrifaríkt).

“Oh my god is happening to me again,
they're here
oh lord help me
please don't touch me
I don't wanna be here,
I wanna go home
I wanna… oh please don't touch me, please don't touch me
I wanna go home”

Platan inniheldur 9 lög, sem öll eru í það minnsta verulega góð þó svo að nokkur standi upp úr.

Þið getið downlódað tveimur lögum af þessari plötu
Mark of the Triangle, http://kom.auc.dk/~thok/hljod/evergrey-mark_of_the_triangle.mp3 og
Different Worlds, http://kom.auc.dk/~thok/hljod/evergrey-different_worlds.mp3 og dæmt sjálf…

Einnig getiði kíkt á heimasíðu sveitarinnar http://www.evergrey.net og fræðst frekar um hana og náð í fleiri hljóðskrár, þó reyndar sennilega bara frá eldri plötum þeirra.

Check it out!

Þorsteinn
Resting Mind concerts