Catacombs - In The Depths of R'lyeh Catacombs er sóló verkefni John Del Russi frá Bandaríkjunum. Hann spilar Blackened Doom Metal.

Tracklistin er:
In The Depths of R'lyeh
Dead Dripping City
At the Edge of the Abyss
Fallen Into Shadows
Awakening of the Worlds Doom

Fyrst þegar ég heyrði diskinn kom hann mér mjög á óvart. Bæði hvað ég hafði aldrei heyrt eitthvað líkt þessu og hvað hann er þungur, ég sem taldi mig hafa heyrt flest. Það gerir hið myrka og þunglynda andrúmsloft sem hann skapar, lögin renna svo vel í gegn, manni finnst maður stundum vera staddur einhverstaðar allt annarsstaðar. Ég varð svo lánsamur skömmu eftir að ég heyrði hann í tölvuna að finna hann hjá Valda og keypti hann þá.
Textarnir virka líka svona einsog lýsingar á einhverjum allt öðrum stað en fyrirfinnst í raunveruleikanum. t.d einsog ef maður myndi sogast inní skáldsögu og lýsa því það sem maður sér, veit ekki hvort þetta sé góð skýring en þetta er ekki hlutlæg lýsing hvort sem er.

John Del Russi: Doom is something to be experienced, not listened to

Þetta er nokkuð sem lýsir tónlistinni mjög vel, finnst mér.
Ég ákvað að skrifa meira huglæga lýsingu en taka fyrir hvert lag og lýsing á riffum og eitthvað þar sem mér finnst leiðinlegar greinar, kannski útaf því að ég hef ekkert vit á lagasmíðum en einnig útaf því að engir aðrir gera þetta, sem ég hef tekið eftir allavega.

kv.
Snorri
————–