James Alan Hettfield Rythmin gítar, söngur.
Kirk Lee Hammett: Lead gítar, bakraddir.
Robert Trulijo: Bassi, bakraddir.
Lars Ulrich: Trommur.
Fyrrum hljómsveitameðlimir:
Ron Mcovery: Bassi
Clifford Lee Burton: Bassi
Jason Netswed: Bassi
Dave Mustaine: Lead gítar.
Tímabil:
1981-enn í gangi.
Diskar
Kill Em’ All (Júlí, 1983)
Ride The Lightning: (Ágúst, 1984)
Master Of Puppets: (3. Mars, 1986
…And Justice For All: (25. Ágúst, 1988
Metallica: (Black Album) (13, Ágúst, 1991)
Load (4. Júní, 1996)
Reload: (18. Nóvember, (1997)
Garage INC. (24. Nóvember, 1998)
S&M: (23. Nóvember 1999)
St. Anger: (5. Júní 2003)
Metallica er ein stærsta hljómsveit sögurnar og hefur sigrað metal heiminn síðustu 25 ár.
Þeir hafa gefið út margar frábærar plötur sem hafa selst í tæpum 100 milljónum eintaka víða um heim.
Þeir hafa átt sín góðu tímabil og hafa farið mikið niður um leið.
Flestir ættu að þekkja lög eins og “Enter Sandman” og “One”.
Metallica er ein áhrifamesta hljómsveit sem uppi hefur verið og hafa margar tónlistastefnur verið fyrir áhrifum frá þessari hljómsveit. Þeir risu upp í fyrri hluta níunda áratugarins ásamt hljómsveitum eins og Megadeth, Slayer og Anthrax.
Ég ætla í þessari ritgerð að segja ykkur frá þessari sögufrægu hljómsveit.
Allt byrjaði þetta þegar trommarinn Lars Ulrich lýsti eftir einhverjum til að stofna með sér hljómsveit. Það var James Hettfield sem svaraði og var þar hljómsveitin metallica komin. Á árinu 1981 voru mikil skipti á meðlimum en loks árið 1982 fundu þeir á bar Cliff Burton og sienna Dave Mustaine. Þetta var lineupið þar til 1983 þegar þeir ráku Dave vegan þess að þeim fannst hann ekki einbeita sér nóg að tónlistinni.
Umboðsmaður þeirra benti á gítarleikara hljómsveitarinnar, Exodus, Kirk Hammett. Þeir ákváðu að hringja í hann og hann samþykkti. Þeir voru búnir að taka upp eitthvað efni en tóku það bara aftur upp og þá með Kirk. Þá gáfu þeir plötuna Kill Em’ All. Þessi plata var mjög svo góð og frábær byrjun. Þeir fylgdu plötunni eftir í smátíma og fóru svo beint aftur í stúdíóið að taka upp næstu plötu. Þessi plata var Ride The Lightning. Sú plata var enn betri og innihélt hún lögin For Whom The Bell Tolls, Fade To Black og fleiri. Þessi plata gerði þá miklu frægari og veitti þeim fleiri möguleika. En þeir voru að koma með trash metalinn upp á yfirborðið með þessum plötum. Trash metal er týpa af metal undir áhrifum af pönki og er mjög aggressív tónlistastefna og textarnir voru fullir af reiði og sama mátti seigja um viðlagið.
Þegar hér er komið, 1986, gáfu þeir út sína næstu plötu: Master Of Puppets. Þessi plata var þeirra besta verk hingað til og seldist hún í einni milljón eintaka á smátíma. Þess plata hélt klassíkina battery, master of puppets og sanitarium. En þá gerðist það í nóvember 1986 þegar þeir voru að túra að þeir lentu í rútuslysi og rútan sem þer voru í valt. Þetta var endalok Cliff Burton en hann lenti undir rútuni.
Þarna voru þeir næstum hættir en ákváðu að halda áfram og hugsuðu að Cliff hefði viljað það.
Þeir fundu nýjan bassaleikara, Jason Newsted, Sem var með þeim á næstu plötu þeirra, …And Justice For All, Sem enn sló við þeim fyrri með stórslagaranum, One. Þeir gerðu sitt fyrsta myndband við þetta lag og eftir það urðu þeir enn frægari og fóru að spila í stærri höllum og leikvangum. Þeir túruðu mjög lengi eftir þessari plötu eða um tvö ár. Eftir það komu þeir heim til að taka upp sína stæðstu plötu. Metallica, sem fékk viðurnefnið Black Album. Þarna voru hver frábæru lögin eftir öðru. Þar á meðal Enter Sandman sem sló í gegn um allan heim. Þessi plata kom þeim á toppin um allan heim. Þeir fóru í annan langan túr og fóru svo í frí. En þeir komu ansi breyttir úr þessu fríi, Þeir voru búnir að klippa sig og komnir í fínni föt en þeir voru þekktir fyrir töraleg föt. Þarna kom stórt stökk niður ,að mati flestra, með plötunni Load, sem var alveg ágætis plata en ekki bara sama metallica og fólk átti að venjast. En þarna voru þeir farnir að færast aðeins út í nu metallin. (Týpa af metal þar sem alls konar tæknibrellum er bætt við og rapp var farið að blandast með)
En þeir sukku enn dýpra með plötunni Reload sem er talið þeirra versta verk.Þeir misstu ansi mikla virðingu og þar sem þeir lentu í deilum við Napster fyrirtækið þegar þeir sáu að þeir hafi tekið efni af þeim og sett á netið misstu þeir stóran hóp aðdáenda.
En þeir héldu áfram og gáfu út nýjan disk, Garage INC, Sem reyndar var samansettur af tveim plötum. Einni smáskífu sem kom út 1987 og svo nýju efni. Þessa plata var bara sæmileg. En í staðin fyrir að túra sérstaklega fyrir þessa plötu þá fóru þeir í túr með Sinfóníunni frá San Fransisco. Og frá því ferðalagi ggáfu þeir út plötuna S&M sem var upptaka af tónleikunum.
Eftir þetta kom upp vandamál. Jason .bassaleikarinn, hætti þar sem hann leið ekki endalaust hvað hann var útundan í hljómsveitinni. James fór vegna álkóhólistavandamála. Margir héldu að hljómsveitin væri hætt og hún var það næstu því. En dag einn kom James aftur hress og tilbúinn.
Þeir fóru að leita að nýjum bassaleikara og fundu fyrrum bassaleikara Ozzy Osbourne ,Robert Trulijo. Þeir komu sér þá loksins aftur upp í stúdíó að taka upp plötuna St. Anger. Sú plata var frekar slöpp en allaveganna sýndi hún endurkomu risanna. Þeir túruðu um heiminn og komu meðal annars hingað til Íslands.
Síðustu tvö ár hafa þeir verið í fríi en í byrjun þessa árs komu þeir með fréttir um að þeir væru eitthvað að dunda sér við í stúdíóinu og fólk gæti átt vona nýrri plötu í lok ársins eða næsta ár. Og við getum beðið spennt eftir henni.
Þá er ég búin að rekja upp sögu metallica ti dagsins í dag. En þeir eru sannarlega ekki hættir og vonum að þeir muni endast í nokkur ár í viðbót og gefa útt nokkrar plötur.
Ég þakka fyrir mig og vona að þið hafið skemmt ykkur yfir þessari áhugverðu ritgerð.
Postartica check it!